SA leggur til að skólagangan verði frá fimm til átján ára aldurs Sæunn Gísladóttir skrifar 7. janúar 2016 13:49 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir telur að stytting náms myndi minnka örorku meðal ungs fólks. Stytting mennta- og grunnskóla þannig að skólaganga úr grunnskóla uppi í framhaldsskóla verði frá fimm til átján ára aldurs getur dregið úr örorku ungs fólks á Íslandi og aukið landsframleiðslu um tæpa fjörutíu milljarða króna vegna fjölgunar á vinnumarkaði. Þetta kom fram á fundi Samtaka atvinnulífsins í dag. Í kynningu sinni í hádeginu í dag kynnti Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tillögur til að mæta áskorunum fram undan á íslenskum vinnumarkaði vegna öldrunar þjóðarinnar og mikillar örorkubyrði. Meðal þess sem lagt var til var hækkun lífeyrisaldurs til samræmis við auknar ævilíkur og útskrift nemenda úr framhaldsskóla við 18 ára aldur.20 prósent með erlent ríkisfang 2040Lagt er til að stytta námstíma til stúdentsprófs um eitt ár auk þess að hefja skólaskyldu frá fimm ára aldri. Færð eru rök fyrir því að slík breyting sé til þess fallin að auka bæði framleiðni og nýliðun á vinnumarkaði. Breytingin myndi hins vegar ekki brúa mannaflaþörfina nema að hluta, þörf er á auknu erlendu vinnuafli. SA spáir því að hlutfall af heildarmannfjölda með erlent ríkisfang muni aukast frá 8 prósent árið 2015 í 20 prósent fyrir árið 2040. „Stytting framhaldsskólans er komin vel á veg sem er fyrsta skrefið. Flestir skólar utan MR og MA eru komnir vel á veg með styttinguna. Kvennó byrjaði 2008 og Borgarnes byrjaði þá eða árið 2007, nú eru aðrir stórir skólar að koma í kjölfarið. Það er í góðum farvegi. Það sem við bendum á og McKinsey skýrslan líka er að það er hægt að taka næstu skref í þessu og það er það sem við viljum. Við viljum fá umræðuna um það að halda áfram með breytingar á skólakerfinu, það skiptir máli með skólaþróunina annars vegar, en ekki síður til lengri tíma í þessu stóra efnahagslega tilliti sem við komumst ekki hjá að meta samhliða. Við bendum á þetta að færa skólaskylduna niður í fimm ára, þá öllu jöfnu myndum við sjá útskriftina 18 ára úr framhaldsskólum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins. „Við bendum á að gott fyrsta skref væri til dæmis að heimila Garðabæ sem hefur óskað eftir því að reka öll skólastigin sem tilraunaverkefni. Ég er sannfærð um það að ef heildstæð stefna á þessum mikilvægu árum er lögð fram í skólamálum, þá muni þessi eftirsótti sveigjanleiki sem við óskum eftir milli skólastiga nást. Þá er þetta allt á einni hendi, bæði rekstrarlega en líka faglega stefnan og fagleg sjónarmið,“ segir Þorgerður Katrín.7 prósent öryrkjar á aldrinum 35-44 áraÍ kynningu SA kom fram að nauðsynlegt væri að umræður fari fram um frekari skólaþróun í ljósi samkeppnishæfs samfélags. Á Íslandi er mun hærra hlutfall ungra öryrkja en í öðrum Norðurlöndum. Hlutfall örorkulífeyrisþega af íbúafjölda er sjö prósent á aldrinum 35-44 ára til samanburðar við 3 prósent í Svíþjóð. Norska hagstofan hefur dregið fram að 28 prósent þeirra sem eiga í miklum erfiðleikum innan skólaskyldu eru í hættu vegna brottfalls og eru við 24 ára aldurinn komnir á bætur. Tölur um brottfall eru ekki ósvipaðar á Íslandi og í Noregi. Snemmtæk íhlutun, m.a. á leikskólastigi, sveigjanleiki og skilvirkari skólaframvinda geta verið tækifæri til að minnka örorku ungs fólks að mati Samtaka atvinnulífsins. „Við sjáum fram á það að stærsti hópur þeirra sem er í brottfalli hérna heima er nítján ára. Lang stærsti hluti hans hér eins og í Noregi fer út á vinnumarkaðinn. Sem betur fer erum við að sjá líka fólk koma aftur inn í framhaldsskóla og framhaldsfræðslu á þrítugsaldri. En síðan er augljóst að það er ákveðinn hópur sem endar á bótum. Það er ekki eðlilegt að það sé svona stór hópur af ungu fólki sem er á bótum. Ég er sannfærð um það að stór hluti þeirra tilheyrir brottfalli innan kerfisins. Ef við fókuserum bæði á það að hafa skilvirkari skólaframvindu en höldum betur utan um krakkana okkar þá munum við koma í veg fyrir að það verði svona stór hluti af ungu fólki sem fer á örorku. Ég held að það verði að horfa á skólakerfið sem eitt af þessum lyklum til að minnka örorku meðal ungs fólks,“ segir Þorgerður Katrín.Landsframleiðsla myndi aukast um 40 milljarðaFram kom í kynningunni að jákvæð hagræn áhrif yrðu ef ýtt væri markvissar undir sveigjanlegri skólaskil á milli grunnskóla og framhaldsskóla. Bein rekstrarhagfræðing við að færa skólaskylduna niður í fimm ára væri 3,2 milljarðar á ári og enn meiri af skólaskil yrðu sveigjanleg. Landsframleiðsla myndi aukast um tæpa 40 milljarða króna vegna fjölgunar á vinnumarkaði og ef helmingur nemenda myndi þar að auki klára grunnskólann 14 ára gæti ávinningurinn orðið yfir 55 milljarðar króna. Hagvaxtaráhrifin væru alls um 2,8 prósent.2,4 prósent fleiri starfandiFjölgun á vinnumarkaði yrði meiri en 4 þúsund manns eða sem nemur 2,4 prósent af fjölda starfandi. Auk styttingu skólans er lagt til að auka eftirfylgni kennslu og endurgjöf kennara, endurskoðun kennaramenntunar og að leikskóli, grunnskóli og framhaldsskóli verði skoðuð heildstætt. Fram kom einnig á fundinum að horfur á árinu 2016 séu almennt góðar. Íslenska hagkerfið sé í örum vexti, tekjujöfnuður sé hvergi meiri og kaupmáttur launa nálgist nú það sem mest var fyrir efnahagshrunið. Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Stytting mennta- og grunnskóla þannig að skólaganga úr grunnskóla uppi í framhaldsskóla verði frá fimm til átján ára aldurs getur dregið úr örorku ungs fólks á Íslandi og aukið landsframleiðslu um tæpa fjörutíu milljarða króna vegna fjölgunar á vinnumarkaði. Þetta kom fram á fundi Samtaka atvinnulífsins í dag. Í kynningu sinni í hádeginu í dag kynnti Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tillögur til að mæta áskorunum fram undan á íslenskum vinnumarkaði vegna öldrunar þjóðarinnar og mikillar örorkubyrði. Meðal þess sem lagt var til var hækkun lífeyrisaldurs til samræmis við auknar ævilíkur og útskrift nemenda úr framhaldsskóla við 18 ára aldur.20 prósent með erlent ríkisfang 2040Lagt er til að stytta námstíma til stúdentsprófs um eitt ár auk þess að hefja skólaskyldu frá fimm ára aldri. Færð eru rök fyrir því að slík breyting sé til þess fallin að auka bæði framleiðni og nýliðun á vinnumarkaði. Breytingin myndi hins vegar ekki brúa mannaflaþörfina nema að hluta, þörf er á auknu erlendu vinnuafli. SA spáir því að hlutfall af heildarmannfjölda með erlent ríkisfang muni aukast frá 8 prósent árið 2015 í 20 prósent fyrir árið 2040. „Stytting framhaldsskólans er komin vel á veg sem er fyrsta skrefið. Flestir skólar utan MR og MA eru komnir vel á veg með styttinguna. Kvennó byrjaði 2008 og Borgarnes byrjaði þá eða árið 2007, nú eru aðrir stórir skólar að koma í kjölfarið. Það er í góðum farvegi. Það sem við bendum á og McKinsey skýrslan líka er að það er hægt að taka næstu skref í þessu og það er það sem við viljum. Við viljum fá umræðuna um það að halda áfram með breytingar á skólakerfinu, það skiptir máli með skólaþróunina annars vegar, en ekki síður til lengri tíma í þessu stóra efnahagslega tilliti sem við komumst ekki hjá að meta samhliða. Við bendum á þetta að færa skólaskylduna niður í fimm ára, þá öllu jöfnu myndum við sjá útskriftina 18 ára úr framhaldsskólum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins. „Við bendum á að gott fyrsta skref væri til dæmis að heimila Garðabæ sem hefur óskað eftir því að reka öll skólastigin sem tilraunaverkefni. Ég er sannfærð um það að ef heildstæð stefna á þessum mikilvægu árum er lögð fram í skólamálum, þá muni þessi eftirsótti sveigjanleiki sem við óskum eftir milli skólastiga nást. Þá er þetta allt á einni hendi, bæði rekstrarlega en líka faglega stefnan og fagleg sjónarmið,“ segir Þorgerður Katrín.7 prósent öryrkjar á aldrinum 35-44 áraÍ kynningu SA kom fram að nauðsynlegt væri að umræður fari fram um frekari skólaþróun í ljósi samkeppnishæfs samfélags. Á Íslandi er mun hærra hlutfall ungra öryrkja en í öðrum Norðurlöndum. Hlutfall örorkulífeyrisþega af íbúafjölda er sjö prósent á aldrinum 35-44 ára til samanburðar við 3 prósent í Svíþjóð. Norska hagstofan hefur dregið fram að 28 prósent þeirra sem eiga í miklum erfiðleikum innan skólaskyldu eru í hættu vegna brottfalls og eru við 24 ára aldurinn komnir á bætur. Tölur um brottfall eru ekki ósvipaðar á Íslandi og í Noregi. Snemmtæk íhlutun, m.a. á leikskólastigi, sveigjanleiki og skilvirkari skólaframvinda geta verið tækifæri til að minnka örorku ungs fólks að mati Samtaka atvinnulífsins. „Við sjáum fram á það að stærsti hópur þeirra sem er í brottfalli hérna heima er nítján ára. Lang stærsti hluti hans hér eins og í Noregi fer út á vinnumarkaðinn. Sem betur fer erum við að sjá líka fólk koma aftur inn í framhaldsskóla og framhaldsfræðslu á þrítugsaldri. En síðan er augljóst að það er ákveðinn hópur sem endar á bótum. Það er ekki eðlilegt að það sé svona stór hópur af ungu fólki sem er á bótum. Ég er sannfærð um það að stór hluti þeirra tilheyrir brottfalli innan kerfisins. Ef við fókuserum bæði á það að hafa skilvirkari skólaframvindu en höldum betur utan um krakkana okkar þá munum við koma í veg fyrir að það verði svona stór hluti af ungu fólki sem fer á örorku. Ég held að það verði að horfa á skólakerfið sem eitt af þessum lyklum til að minnka örorku meðal ungs fólks,“ segir Þorgerður Katrín.Landsframleiðsla myndi aukast um 40 milljarðaFram kom í kynningunni að jákvæð hagræn áhrif yrðu ef ýtt væri markvissar undir sveigjanlegri skólaskil á milli grunnskóla og framhaldsskóla. Bein rekstrarhagfræðing við að færa skólaskylduna niður í fimm ára væri 3,2 milljarðar á ári og enn meiri af skólaskil yrðu sveigjanleg. Landsframleiðsla myndi aukast um tæpa 40 milljarða króna vegna fjölgunar á vinnumarkaði og ef helmingur nemenda myndi þar að auki klára grunnskólann 14 ára gæti ávinningurinn orðið yfir 55 milljarðar króna. Hagvaxtaráhrifin væru alls um 2,8 prósent.2,4 prósent fleiri starfandiFjölgun á vinnumarkaði yrði meiri en 4 þúsund manns eða sem nemur 2,4 prósent af fjölda starfandi. Auk styttingu skólans er lagt til að auka eftirfylgni kennslu og endurgjöf kennara, endurskoðun kennaramenntunar og að leikskóli, grunnskóli og framhaldsskóli verði skoðuð heildstætt. Fram kom einnig á fundinum að horfur á árinu 2016 séu almennt góðar. Íslenska hagkerfið sé í örum vexti, tekjujöfnuður sé hvergi meiri og kaupmáttur launa nálgist nú það sem mest var fyrir efnahagshrunið.
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira