BMW vann lúxusbílaslaginn í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2016 13:31 BMW rétt marði söluslaginn vestra. Þrír lúxusbílaframleiðendur kepptust við það að selja sem flesta bíla í Bandaríkjunum í fyrra og hafði BMW á endanum best. BMW seldi 346.023 bíla, Lexus seldi 344.601 og Mercedes Benz 343.088 bíla. Ekki munaði því nema innan við einu prósenti á sölu BMW og Benz sem var í þriðja sæti. Öll fyrirtækin settu sölumet á einu ári í Bandaríkjunum. Góð sala Lexus er hvað athygliverðust, en sala Lexus jókst um 11% á árinu, en BMW aðeins 1,8%. Fyrir árið 2011 var Lexus söluhæsta lúxusbílamerki í Bandaríkjunum í 11 ár í röð, en þá tók BMW við titlinum og hefur haldið honum síðan, að undanskildu árinu 2013 er Mercedes Benz seldi best þar vestra. Sölukeppnin milli þessara þriggja hefur þó aldrei staðið eins tæpt og nú. Sala bíla í heild í Bandaríkjunum jókst um 5,7% í fyrra, en sala lúxusbíla jókst um 7,7% og taldi alls 2,03 milljón bíla. Allir lúxusbílaframleiðendur juku við sölu sína milli ára, nema Jaguar, en hjá þeim minnkaði salan um 8,3%. Systurmerkið Land Rover seldi hinsvegar heilum 37% betur í fyrra en árið 2014. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent
Þrír lúxusbílaframleiðendur kepptust við það að selja sem flesta bíla í Bandaríkjunum í fyrra og hafði BMW á endanum best. BMW seldi 346.023 bíla, Lexus seldi 344.601 og Mercedes Benz 343.088 bíla. Ekki munaði því nema innan við einu prósenti á sölu BMW og Benz sem var í þriðja sæti. Öll fyrirtækin settu sölumet á einu ári í Bandaríkjunum. Góð sala Lexus er hvað athygliverðust, en sala Lexus jókst um 11% á árinu, en BMW aðeins 1,8%. Fyrir árið 2011 var Lexus söluhæsta lúxusbílamerki í Bandaríkjunum í 11 ár í röð, en þá tók BMW við titlinum og hefur haldið honum síðan, að undanskildu árinu 2013 er Mercedes Benz seldi best þar vestra. Sölukeppnin milli þessara þriggja hefur þó aldrei staðið eins tæpt og nú. Sala bíla í heild í Bandaríkjunum jókst um 5,7% í fyrra, en sala lúxusbíla jókst um 7,7% og taldi alls 2,03 milljón bíla. Allir lúxusbílaframleiðendur juku við sölu sína milli ára, nema Jaguar, en hjá þeim minnkaði salan um 8,3%. Systurmerkið Land Rover seldi hinsvegar heilum 37% betur í fyrra en árið 2014.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent