Lífið

Gerspilltar löggur kunnuglegt stef

Jakob Bjarnar skrifar
Engin lögga kvikmyndasögunnar er sögð eins gerspillt og sú sem Harvey Keitel túlkar í Viðbjóðslega varðstjóranum (Bad Lieutenant).
Engin lögga kvikmyndasögunnar er sögð eins gerspillt og sú sem Harvey Keitel túlkar í Viðbjóðslega varðstjóranum (Bad Lieutenant).
Nýjustu fréttir af meintum spillingarmálum lögreglunnar koma kvikmyndaáhugamönnum síður en svo á óvart, þó liðsmenn íslensku lögreglunnar komi alveg af fjöllum. Þetta er reyndar klassískt stef í kvikmyndum undanfarinna ára. Meira að segja í íslenskum kvikmyndum svo sem Borgríki.

Kvikmyndasérfræðingurinn Þórarinn Þórarinsson vekur máls á þessu á Facebooksíðu sinni, segir reyndar ekkert sérstakt tilefni (sic) en „Borgríki hefur greinilega verið nær íslenskum raunveruleika en margan grunaði,“ skrifar Þórarinn og þylur upp kvikmyndir þar sem þetta er stefið:

„Borgríki, Training Day, Prince of the City, Dark Blue, Internal Affairs, The Departed, Cop Land, L.A. Confidential, Leon, Serpico, The Negotiator, Safe, Lawless, Unlawful Entry, Bad Lieutenant, Killer Joe, 16 Blocks, Bad Lieutenant: Port of Call New Orleans, Filth, The Killer Inside Me, Romeo Is Bleeding, Q & A, Narc, Nattevagten.“

Kvikmyndavefurinn Rotten Tomatoes er meira að segja með sérstaka úttekt á þessu kunnuglega stefi á vef sínum og telur niður illmenni innan lögreglunnar.

10. Web Smith (Wesley Snipes) in Rising Sun

9. Everybody but Al Pacino in Serpico

8. Colin Sullivan (Matt Damon) in The Departed

7. Alonzo Harris (Denzel Washington) in Training Day

6. Pete Davis (Ray Liotta) in Unlawful Entry

5. Sheriff Cobb (Brian Dennehy) in Silverado

4. Captain McCluskey (Sterling Hayden) in The Godfather

3. Norman “Stan” Stansfield (Gary Oldman) in Leon the Professional

2. Captain Dudley Smith (James Cromwell) in L.A. Confidential

En, enginn þykir þó eins vel heppnaður í spillingu sinni, misbeitingu valds síns og almennum viðbjóðslegheitum og ...

1. The Lieutentant (Harvey Keitel) in Bad Lieutenant.

Samkvæmt Rotten Tomatoes er framganga hins gerspillta varðstjóra svo yfirgengileg að erfitt er að ímynda sér að nokkur raunveruleg lögga geti verið svo gegnheil í siðleysi sínu. Ekki bara að hann misnoti aðstöðu sína við hvert tækifæri heldur er hann sýndur nakinn reykja illa fengið crack.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×