Atvikið átti sér stað á mánudag. Gayle var þá í viðtali hjá Melanie McLaughlin í ástralskri sjónvarpsstöð og stakk upp á því að þau myndu fá sér drykk eftir leikinn.
„Ég vildi sjá augun þín í fyrsta sinn. Vonandi munum við vinna þennan leik og við getum svo fengið okkur drykk eftir hann. Ekki roðna, elskan,“ sagði Gayle í viðtalinu sem hefur vakið mikil viðbrögð.
Félag hans, Melbourne Renegades, sektaði Gayle umsvifalaust um eina milljón króna vegna framkomu hans þrátt fyrir að hann hafi stuttu eftir viðtalið beðist afsökunar á hegðun sinni.
Gayle er í enn frekari vandræðum því nú hafa ásakanir komið fram þess efnis að hann hafi berað sig fyrir starfsmanni landsliðs síns á heimsmeistarakeppninni í Krikket í fyrra. Gayle leikur með Vestur-Indíum.
Umræddur starfsmaður mun samkvæmt fjölmiðlum í Ástralíu hafa kvartað undan framkomu Gayle en forráðamenn landsliðsins hafa ekki tjáð sig opinberla um ásakanirnar.
#DontBlushBaby @henrygayle what a legend! #BBL05 pic.twitter.com/fZ2FReV2mC
— Alex Kocovski (@alekoisawesome) January 4, 2016