Trukkur fuðrar upp í Dakar rallinu Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2016 15:28 Trukkurinn í ljósum logum. Þeir voru heppnir ökumennirnir í þessum Renault trukki að sleppa úr eldhafinu sem blossaði upp á svipstundu í miðju ralli dagsins í dag. Ökumaður bílsins þegar í honum kviknaði var Martin van den Brink, en hann vann Rally Marokko á síðasta ári og er reyndur í faginu. Martin fann fyrir því að enginn bremsuþrýstingur var á trukknum og fyrir vikið endaði hann utan vegar og aðstoðarmenn hans stukku út til að aðgæta hvað að væri. Við blöstu vænar eldtungur úr trukknum og fátt annað að gera en yfirgefa hann í ofboði. Það rétt tókst áður en trukkurinn varð alelda. Aðvífandi ökumenn annarra trukka sem þátt taka í keppninni reyndu að slökkva eldinn en það reyndist ógjörningur. Keppni á trukkum er ekki síður hörð og spennandi í þessari þekktustu þolaakstursrallkeppni heims og þar getur greinilega allt gerst. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent
Þeir voru heppnir ökumennirnir í þessum Renault trukki að sleppa úr eldhafinu sem blossaði upp á svipstundu í miðju ralli dagsins í dag. Ökumaður bílsins þegar í honum kviknaði var Martin van den Brink, en hann vann Rally Marokko á síðasta ári og er reyndur í faginu. Martin fann fyrir því að enginn bremsuþrýstingur var á trukknum og fyrir vikið endaði hann utan vegar og aðstoðarmenn hans stukku út til að aðgæta hvað að væri. Við blöstu vænar eldtungur úr trukknum og fátt annað að gera en yfirgefa hann í ofboði. Það rétt tókst áður en trukkurinn varð alelda. Aðvífandi ökumenn annarra trukka sem þátt taka í keppninni reyndu að slökkva eldinn en það reyndist ógjörningur. Keppni á trukkum er ekki síður hörð og spennandi í þessari þekktustu þolaakstursrallkeppni heims og þar getur greinilega allt gerst.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent