Volvo V90 wagon í allri sinni dýrð Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2016 10:52 Sterkar og afgerandi línur í afturenda Volvo V90. Teknikens Värld Fyrstu myndirnar af Volvo V90 langbaknum streyma nú um síður alnetsins, en þessum myndum var lekið af hollenska miðlinum Teknikens Värld. Áður hafa sést myndir af systurbílnum S90 með hefðbundnu skotti (sedan). Afturendi Volvo V90 wagon vekur eftirtekt fyrir sterkar línur, mikið hallandi afturrúðu og afar stór ljós sem teygja sig lanleiðinina uppí þak bílsins. Volvo V90 wagon er arftaki hins vinsæla V70 bíls sem selst hefur vel í Evrópu, ekki síst í heimalandinu Svíþjóð. Volvo V90 kemur á markað eftir nokkra mánuði og þá af 2017 árgerð. Eitthvað seinna kemur svo að V90 Cross Country, bíls með meiri veghæð, brettaköntum og hlífðarplötum sem hæfa bíl sem fær á að vera að takast á við meiri torfærur. Vélbúnaður V90 verður sá sami og í S90 og XC90 jeppanum, eingöngu fjögurra strokka vélar í mismunandi útfærslum, allt að 407 hestöfl með rafmótorum til aðstoðar. Líklegt þykir að Volvo muni sýna þennan nýja V90 wagon bíl á bílasýningunni í Genf í mars. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent
Fyrstu myndirnar af Volvo V90 langbaknum streyma nú um síður alnetsins, en þessum myndum var lekið af hollenska miðlinum Teknikens Värld. Áður hafa sést myndir af systurbílnum S90 með hefðbundnu skotti (sedan). Afturendi Volvo V90 wagon vekur eftirtekt fyrir sterkar línur, mikið hallandi afturrúðu og afar stór ljós sem teygja sig lanleiðinina uppí þak bílsins. Volvo V90 wagon er arftaki hins vinsæla V70 bíls sem selst hefur vel í Evrópu, ekki síst í heimalandinu Svíþjóð. Volvo V90 kemur á markað eftir nokkra mánuði og þá af 2017 árgerð. Eitthvað seinna kemur svo að V90 Cross Country, bíls með meiri veghæð, brettaköntum og hlífðarplötum sem hæfa bíl sem fær á að vera að takast á við meiri torfærur. Vélbúnaður V90 verður sá sami og í S90 og XC90 jeppanum, eingöngu fjögurra strokka vélar í mismunandi útfærslum, allt að 407 hestöfl með rafmótorum til aðstoðar. Líklegt þykir að Volvo muni sýna þennan nýja V90 wagon bíl á bílasýningunni í Genf í mars.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent