Lífið

Zuckerberg hrósað fyrir svar sitt á Facebook

Atli Ísleifsson skrifar
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook.
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Vísir/AFP
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hefur mikið verið hrósað fyrir svar sitt við færslu konu á Facebook sem sagðist hafa hvatt barnabörn sín til að fara á stefnumót með nördum í skólanum þar sem einhver þeirra gæti reynst „næsti“ Mark Zuckerberg.

Zuckerberg svaraði konunni, Darlene Hackemer Loretto, og sagði það enn betra að hvetja þær til að verða nördinn í skólanum þannig að þær gætu sjálfar orðið næsti farsæli uppfinningamaðurinn.

Hackemer Loretto hafði látið orðin falla sem svar við færslu Zuckerberg þar sem hann sagðist hafa í huga að smíða vélmenni til að aðstoða sig heima fyrir og í vinnunni.

Hún skyrði svo orð sín á Facebook-síðu sinni í dag eftir að fjölmiðlar tóku að fjalla um svar Zuckerberg.

Every year, I take on a personal challenge to learn new things and grow outside my work at Facebook. My challenges in...

Posted by Mark Zuckerberg on Sunday, 3 January 2016





Fleiri fréttir

Sjá meira


×