Viðskipti innlent

Reykjavík kaupir 47 íbúðir af Íbúðalánasjóði

Bjarki Ármannsson skrifar
Íbúðirnar eru staðsettar víðsvegar í Reykjavík.
Íbúðirnar eru staðsettar víðsvegar í Reykjavík. Vísir/Pjetur
Félagsbústaðir hf. hefur samþykkt að kaupa 47 íbúðir af Íbúðalánasjóði. Íbúðirnar eru staðsettar víðsvegar í Reykjavík, eru flestar tveggja eða þriggja herbergja og í útleigu.

Félagið er í eigu Reykjavíkurborgar og hefur það markmið að stuðla að framboði á félagslegu leiguhúsnæði í borginni. Með þessum kaupum hefur félagið keypt um 85 íbúður frá því í fyrra.

Líkt og greint hefur verið frá, hefur Íbúðalánasjóður lagt áherslu á að selja sem mest af eignum sjóðsins á þessu ári. Í tilkynningu vegna sölunnar segir að um 700 eignir séu nú til sölu í fasteignasölum um land allt og um 500 til viðbótar voru boðnar til sölu í desember.

Þá bauð sjóðurinn sveitarfélögum til viðræðna um kaup á eignum í október og kom þessi sala til í framhaldi af þeim viðræðnum.

Afhending eignanna fór fram á gamlársdag. Félagsbústaðir taka yfir leigusamninga sem eru í gildi og verður breytt eignarhald kynnt íbúum íbúðanna á næstunni.

 


Tengdar fréttir

Íbúðalánasjóður hættir að lána og verður látinn „renna út“

Eðli Íbúðalánasjóðs mun breytast og lánasafn sjóðsins verður látið renna út. Það er stefna ríkisstjórnarinnar að sjóðurinn veiti engin ný lán og sinni aðeins núverandi viðskiptavinum þar til líftíma eigna og skulda er lokið. Nokkrar hugmyndir eru á teikniborðinu um hvað eigi að koma í staðinn fyrir félagslegt hlutverk sjóðsins.

GAMMA-sjóðirnir teygja sig um alla borg

Fjórir sjóðir undir stjórn GAMMA, með milljarða króna úr að spila, hafa keypt tæplega 500 fasteignir á höfuðborgarsvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×