Hverfa dísilbílar í Bandaríkjunum, Japan og Kína? Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2016 14:40 Ekki algeng sjón í Bandaríkjunum, Japan eða í Kína. Dísilvélasvindlið sem uppgötvaðist hjá Volkswagen í Bandaríkjunum á liðnu ári er líklegt til að drepa alla sölu fólksbíla með dísilvélum í Bandaríkjunum, Japan og Kína. Ekki er þó af miklu að taka þar sem sala þeirra nemur aðeins 1-3% af heildarsölu bíla á þessum þremur stóru mörkuðum. Samsvarandi tala í Evrópu er 53% og því seljast þar enn fleiri dísilbílar en bensínbílar. Volkswagen hafði markaðssett dísilbíla í Bandaríkjunum sem “hreinan” valkost áður en skandallinn uppgötvaðist, en annað kom í ljós. Það er mat þeirra sem fjalla um bílasölu í Bandaríkjunum, Japan og Kína að aðeins rafmagnsbílar og tengiltvinnbílar geti leyst af hólmi bensínbíla á næstu árum og að bílkaupendur í þessum löndum hafi orðið fráhverfir dísilbílum er upp komst um raunverulega mengun dísilbíla með uppgötvun dísilvélasvindlsins. Mótstaðan við dísilbíla var mikil áður í þessum löndum en greinendur telja að þarna hafi náðarhöggið verið slegið. Mjög minnkandi sala dísilbíla í Bandaríkjunum frá uppgötvun dísilvélasvindslins bendir til þess að þeir gætu haft rétt fyrir sér. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent
Dísilvélasvindlið sem uppgötvaðist hjá Volkswagen í Bandaríkjunum á liðnu ári er líklegt til að drepa alla sölu fólksbíla með dísilvélum í Bandaríkjunum, Japan og Kína. Ekki er þó af miklu að taka þar sem sala þeirra nemur aðeins 1-3% af heildarsölu bíla á þessum þremur stóru mörkuðum. Samsvarandi tala í Evrópu er 53% og því seljast þar enn fleiri dísilbílar en bensínbílar. Volkswagen hafði markaðssett dísilbíla í Bandaríkjunum sem “hreinan” valkost áður en skandallinn uppgötvaðist, en annað kom í ljós. Það er mat þeirra sem fjalla um bílasölu í Bandaríkjunum, Japan og Kína að aðeins rafmagnsbílar og tengiltvinnbílar geti leyst af hólmi bensínbíla á næstu árum og að bílkaupendur í þessum löndum hafi orðið fráhverfir dísilbílum er upp komst um raunverulega mengun dísilbíla með uppgötvun dísilvélasvindlsins. Mótstaðan við dísilbíla var mikil áður í þessum löndum en greinendur telja að þarna hafi náðarhöggið verið slegið. Mjög minnkandi sala dísilbíla í Bandaríkjunum frá uppgötvun dísilvélasvindslins bendir til þess að þeir gætu haft rétt fyrir sér.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent