Lífið

„Hann er glæpamaður sem ætti að vera í fangelsi“

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Boy George öðlaðist frægð í hljómsveitinni Culture Club.
Boy George öðlaðist frægð í hljómsveitinni Culture Club. BBC
Fórnarlamb breska söngvarans Boy George hefur farið fram á honum verði vikið úr sæti dómara í The Voice þar í landi.

Söngvarinn, sem gerði garðinn frægan með hljómsveit sinni Culture Club, afplánaði 15 mánuði í fangelsi fyrir að hafa frelsissvipt Audun Carlsen í íbúð sinni í austurhluta London árið 2007.

Í samtali við The Sun on Sunday, sagði Carlsen að BBC ætti að skammast sín fyrir að hafa ráðið söngvarann í starfið. „Hann ætti ekki að fá að leiðbeina, þau ættu að reka hann. Hann er glæpamaður sem ætti að vera í fangelsi,“ segir Carlsen.

„Ef karlkyns stjarna ræðst á konu með keðju, handjárnar hana við vegg og hótar henni með kynlífsleikfangi myndu allir tryllast ef hann fengi svo góða stöðu hjá BBC,“ bætti hann við. „En af því að ég er samkynhneigður maður þá finnst þeim þetta í lagi. Þetta er fráleitt,“ sagði Carlsen ennfremur.

Fyrsti þáttur af nýrri þáttaröð The Voice, þar sem Boy George sest í fyrsta skipti í dómarasætið, verður frumsýndur næstkomandi laugardag, þann 9. janúar.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×