Stjörnur sem strengja áramótaheit 3. janúar 2016 13:30 Fjölmargir strengja áramótaheit til þess að setja sér markmið og ná einbeitingu í sínum verkefnum og lífinu almennt. Nýtt ár hefur gengið í garð og notar margur Íslendingurinn þessi miklu tímamót til þess að taka til í sínu lífi. Fjölmargir strengja áramótaheit til þess að setja sér markmið og ná einbeitingu í sínum verkefnum og lífinu almennt. Fréttablaðið sló á þráðinn til nokkurra stjarna hér á landi og spurði hvort þær strengdu áramótaheit.Endurskoðar sjálfið„Já, ég er svo sannarlega spennt fyrir árinu 2016 enda mörg ævintýri sem bíða rétt handan við hornið. Ég er búin að festa óvenju margar dagsetningar á nýja árinu sem allar eru stútfullar af spennandi ferðalögum og viðburðum. Ég endurskoða alltaf sjálfið á þessum árstíma og set mér niður gróf markmið fyrir árið sem fram undan er. Ég er svo sem ekkert að strengja heit heldur set ég mér frekar markmið. Nokkur eru á íþróttasviðinu en þar vil ég ná betri hlaupahraða, hjólahraða og læra skriðsundið betur en ég er arfaslök sundkona. Mig langar líka óskaplega mikið að stunda skíðaíþróttina meira og kynnast gönguskíðum betur. Ég hlakka mikið til verkefna sem bíða mín í vinnunni en nokkuð stór hluti af markmiðunum mínum liggur á þeirri hillu. Varðandi sjálfið þá ætla ég bara að halda áfram að senda samferðafólki mínu jákvæðar og kærleiksríkar hugsanir auk þess sem ég ætla að vera duglegri sinna mínum nánustu.“ Friðrika Hjördís Geirsdóttir, fjölmiðlakonaFriðrika Hjördís Geirsdóttir, Rikka.Vísir/StefánKennir dóttur sinni muninn á réttu og röngu „Ég ætla að leyfa mér meira, vaka lengur, spila fleiri tölvuleiki, vakna snemma og fá mér bragðaref, fara svo aftur upp í þegar ég er búinn með hann. Ætla að hanga mikið með bestu vinkonu minni henni dóttur minni og kenna henni muninn á réttu og röngu. Að Kenny sé hollur og það megi leggja í stæði fyrir fatlaða svo lengi sem maður er fljótur að versla. Ég ætla að skrifa mikið og búa til meira sjónvarp, t.d. sápuóperu sem gerist í Húsdýragarðinum. Heimilislaus starfsmaður sem sefur í garðinum í leyfisleysi, verður skotinn í samstarfsstúlku og talar við dýrin, (lesist með rámri viskírödd) OG DÝRIN TALA TIL BAKA! Annars er ég bara að hugsa upphátt, ætli ég biðji ekki bara ljósmyndara Fréttablaðsins um að smella nýrri mynd af mér og þá er ég sáttur.“Steindi Jr., grínisti og gleðigjafi.Steinþór Hróar Steinþórsson, Steindi Jr.Vísir/StefánNý plata og auglýsir eftir kærasta „Ég hef sjaldan verið spenntari fyrir nokkru ári eins og núna. Ég mun gefa út nýja plötu á þessu ári og árið er undirlagt af henni. Mitt helsta áramótaheit er að ég þarf að gefa mér tíma og svigrúm til að vinna hana og þarf að vera duglegur að skipuleggja mig. Það er langt síðan ég gaf út plötu með frumsömdu efni, ég var alveg búinn að gleyma hvað ég elska mikið að vera í hljóðveri því ég hef lítið annað gert en að troða upp síðustu árin. „Ég ætla að leita að huggulegum kærasta, ég skil ekki af hverju ég er enn á lausu, ég er búinn að vera alltof lengi á lausu. Mig langar að upplifa það að vera skotinn, ég hef ekki verið skotinn síðan árið 2008. Þetta gengur ekki lengur, það þarf að fara redda þessu og ég vil að tilvonandi eiginmaður minn vinsamlegast gefi sig fram.“Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður.Páll Óskar Hjálmtýsson.Mynd/Allan SigurðssonSkýtur árinu upp bókstaflega „Ég er aldrei með áramótaheit. En ég fer alltaf vandlega yfir árið sem er að líða, skrifa allt niður sem gerst hefur, gott og slæmt. Ég skrifa svona lista og fer yfir allt í einrúmi, svo hugsa ég fallega til komandi árs og hugleiði það sem mig langar að leggja sterkari áherslur á. Svo lími ég listann við flugelda og skýt árinu upp í bókstaflegri merkingu á miðnætti. Ég er vön að vera full eftirvæntingar til komandi árs og líður virkilega vel um áramót enda ekki annað hægt þegar maður horfir framan í nýtt ár, fullt af nýjum tækifærum og áskorunum.“Ágústa Eva Erlendsdóttir, leikkona.Unnur Eggertsdóttir og Ágústa Eva Erlendsdóttir.Vísir/ValliÚtskrift og leiklist „Áramótaheitið mitt er að eignast kærasta svo ég verði látin í friði í jólaboðunum á næsta ári. Ég er ofboðslega spennt fyrir nýja árinu. Mér líður alltaf best þegar árið er jöfn tala svo þetta lofar góðu. Ég útskrifast úr leiklistarnámi í New York í vor og hlakka mikið til að finna mér skemmtileg verkefni í borginni.“Unnur Eggertsdóttir, leiklistarnemi og söngkona. Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Nýtt ár hefur gengið í garð og notar margur Íslendingurinn þessi miklu tímamót til þess að taka til í sínu lífi. Fjölmargir strengja áramótaheit til þess að setja sér markmið og ná einbeitingu í sínum verkefnum og lífinu almennt. Fréttablaðið sló á þráðinn til nokkurra stjarna hér á landi og spurði hvort þær strengdu áramótaheit.Endurskoðar sjálfið„Já, ég er svo sannarlega spennt fyrir árinu 2016 enda mörg ævintýri sem bíða rétt handan við hornið. Ég er búin að festa óvenju margar dagsetningar á nýja árinu sem allar eru stútfullar af spennandi ferðalögum og viðburðum. Ég endurskoða alltaf sjálfið á þessum árstíma og set mér niður gróf markmið fyrir árið sem fram undan er. Ég er svo sem ekkert að strengja heit heldur set ég mér frekar markmið. Nokkur eru á íþróttasviðinu en þar vil ég ná betri hlaupahraða, hjólahraða og læra skriðsundið betur en ég er arfaslök sundkona. Mig langar líka óskaplega mikið að stunda skíðaíþróttina meira og kynnast gönguskíðum betur. Ég hlakka mikið til verkefna sem bíða mín í vinnunni en nokkuð stór hluti af markmiðunum mínum liggur á þeirri hillu. Varðandi sjálfið þá ætla ég bara að halda áfram að senda samferðafólki mínu jákvæðar og kærleiksríkar hugsanir auk þess sem ég ætla að vera duglegri sinna mínum nánustu.“ Friðrika Hjördís Geirsdóttir, fjölmiðlakonaFriðrika Hjördís Geirsdóttir, Rikka.Vísir/StefánKennir dóttur sinni muninn á réttu og röngu „Ég ætla að leyfa mér meira, vaka lengur, spila fleiri tölvuleiki, vakna snemma og fá mér bragðaref, fara svo aftur upp í þegar ég er búinn með hann. Ætla að hanga mikið með bestu vinkonu minni henni dóttur minni og kenna henni muninn á réttu og röngu. Að Kenny sé hollur og það megi leggja í stæði fyrir fatlaða svo lengi sem maður er fljótur að versla. Ég ætla að skrifa mikið og búa til meira sjónvarp, t.d. sápuóperu sem gerist í Húsdýragarðinum. Heimilislaus starfsmaður sem sefur í garðinum í leyfisleysi, verður skotinn í samstarfsstúlku og talar við dýrin, (lesist með rámri viskírödd) OG DÝRIN TALA TIL BAKA! Annars er ég bara að hugsa upphátt, ætli ég biðji ekki bara ljósmyndara Fréttablaðsins um að smella nýrri mynd af mér og þá er ég sáttur.“Steindi Jr., grínisti og gleðigjafi.Steinþór Hróar Steinþórsson, Steindi Jr.Vísir/StefánNý plata og auglýsir eftir kærasta „Ég hef sjaldan verið spenntari fyrir nokkru ári eins og núna. Ég mun gefa út nýja plötu á þessu ári og árið er undirlagt af henni. Mitt helsta áramótaheit er að ég þarf að gefa mér tíma og svigrúm til að vinna hana og þarf að vera duglegur að skipuleggja mig. Það er langt síðan ég gaf út plötu með frumsömdu efni, ég var alveg búinn að gleyma hvað ég elska mikið að vera í hljóðveri því ég hef lítið annað gert en að troða upp síðustu árin. „Ég ætla að leita að huggulegum kærasta, ég skil ekki af hverju ég er enn á lausu, ég er búinn að vera alltof lengi á lausu. Mig langar að upplifa það að vera skotinn, ég hef ekki verið skotinn síðan árið 2008. Þetta gengur ekki lengur, það þarf að fara redda þessu og ég vil að tilvonandi eiginmaður minn vinsamlegast gefi sig fram.“Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður.Páll Óskar Hjálmtýsson.Mynd/Allan SigurðssonSkýtur árinu upp bókstaflega „Ég er aldrei með áramótaheit. En ég fer alltaf vandlega yfir árið sem er að líða, skrifa allt niður sem gerst hefur, gott og slæmt. Ég skrifa svona lista og fer yfir allt í einrúmi, svo hugsa ég fallega til komandi árs og hugleiði það sem mig langar að leggja sterkari áherslur á. Svo lími ég listann við flugelda og skýt árinu upp í bókstaflegri merkingu á miðnætti. Ég er vön að vera full eftirvæntingar til komandi árs og líður virkilega vel um áramót enda ekki annað hægt þegar maður horfir framan í nýtt ár, fullt af nýjum tækifærum og áskorunum.“Ágústa Eva Erlendsdóttir, leikkona.Unnur Eggertsdóttir og Ágústa Eva Erlendsdóttir.Vísir/ValliÚtskrift og leiklist „Áramótaheitið mitt er að eignast kærasta svo ég verði látin í friði í jólaboðunum á næsta ári. Ég er ofboðslega spennt fyrir nýja árinu. Mér líður alltaf best þegar árið er jöfn tala svo þetta lofar góðu. Ég útskrifast úr leiklistarnámi í New York í vor og hlakka mikið til að finna mér skemmtileg verkefni í borginni.“Unnur Eggertsdóttir, leiklistarnemi og söngkona.
Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira