Nadal og Venus óvænt úr leik í Ástralíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2016 09:15 Nadal gengur hér niðurlútur af velli. Vísir/Getty Rafael Nadal tapaði í morgun fyrir Fernando Verdasco og er óvænt úr leik strax í fyrstu umferð á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. Báðir eru Spánverjar. Um maraþonviðureign var að ræða en hún tók fjórar klukkustundir og 40 mínútur. Nadal tapaði fyrsta settinu, 6-7, en vann næstu tvö, 6-4 og 6-3. Svo náði Verdasco að jafna metin, 7-6, áður en hann kláraði oddasettið af miklu öryggi, 6-2. „Ég spilaði ótrúlega í fimmta settinu,“ sagði Verdasco í morgun. „Ég veit ekki hvernig ég fór að þessu. Ég lokaði augunum mínum og allt gekk upp.“ Nadal var raðað inn sem fimmta sterkasta keppanda mótsins en af þeim 32 sem var raðað inn samkvæmt styrkleikalista eru nú þegar fimm úr leik. Novak Djokovic, Roger Federer og Andy Murray eru allir komnir áfram í næstu umferð án teljandi vandræða.Venus Williams er úr leik.Vísir/GettyVenus líka úr leik Venus Williams féll úr leik í nótt er hún mætti hinni bresku Johanna Konta sem gerði sér lítið fyrir og vann örugglega, 6-4 og 6-2. Þetta er afar óvænt hjá Venus sem hefur unnið sjö risamót á ferlinum og var raðað inn í mótið sem áttunda sterkasta keppandanum. Hún var þó með þykkar umbúðir á vinstra læri og náði sér aldrei á strik í viðureigninni, enda greinilega að stríða við meiðsli. Konta er 24 ára gömul og komst í 16-manna úrslitin á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Þó nokkur óvænt úrslit hafa átt sér stað í kvennaflokki en á fyrsta keppnisdeginum í gær féllu sjö af 32 sterkustu keppendum mótsins úr leik en þeirra á meðal var hin danska Caroline Wozniacki sem tapaði fyrir Yulia Putintseva frá Kasakstan. Serena Williams er komin áfram eftir sigur á Camila Giorgi frá Ítalíu, 6-4 og 7-5, og þá vann Maria Sharapova öruggan sigur í sinni viðureign. Tennis Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira
Rafael Nadal tapaði í morgun fyrir Fernando Verdasco og er óvænt úr leik strax í fyrstu umferð á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. Báðir eru Spánverjar. Um maraþonviðureign var að ræða en hún tók fjórar klukkustundir og 40 mínútur. Nadal tapaði fyrsta settinu, 6-7, en vann næstu tvö, 6-4 og 6-3. Svo náði Verdasco að jafna metin, 7-6, áður en hann kláraði oddasettið af miklu öryggi, 6-2. „Ég spilaði ótrúlega í fimmta settinu,“ sagði Verdasco í morgun. „Ég veit ekki hvernig ég fór að þessu. Ég lokaði augunum mínum og allt gekk upp.“ Nadal var raðað inn sem fimmta sterkasta keppanda mótsins en af þeim 32 sem var raðað inn samkvæmt styrkleikalista eru nú þegar fimm úr leik. Novak Djokovic, Roger Federer og Andy Murray eru allir komnir áfram í næstu umferð án teljandi vandræða.Venus Williams er úr leik.Vísir/GettyVenus líka úr leik Venus Williams féll úr leik í nótt er hún mætti hinni bresku Johanna Konta sem gerði sér lítið fyrir og vann örugglega, 6-4 og 6-2. Þetta er afar óvænt hjá Venus sem hefur unnið sjö risamót á ferlinum og var raðað inn í mótið sem áttunda sterkasta keppandanum. Hún var þó með þykkar umbúðir á vinstra læri og náði sér aldrei á strik í viðureigninni, enda greinilega að stríða við meiðsli. Konta er 24 ára gömul og komst í 16-manna úrslitin á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Þó nokkur óvænt úrslit hafa átt sér stað í kvennaflokki en á fyrsta keppnisdeginum í gær féllu sjö af 32 sterkustu keppendum mótsins úr leik en þeirra á meðal var hin danska Caroline Wozniacki sem tapaði fyrir Yulia Putintseva frá Kasakstan. Serena Williams er komin áfram eftir sigur á Camila Giorgi frá Ítalíu, 6-4 og 7-5, og þá vann Maria Sharapova öruggan sigur í sinni viðureign.
Tennis Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira