Lífið

Sóli við mömmu sína: Lenti í slag við unglinga, blöðin komin í málið og reykti eitthvað úr pípu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sólmundur Hólm Sólmundarson
Sólmundur Hólm Sólmundarson VÍSIR/STEFÁN
Grínistinn og útvarpsmaðurinn Sólmundur Hólm bjallaði í mömmu sína í útvarpsþættinum FM95BLÖ á föstudaginn og tilkynnti henni að hann hefði lent í slagsmálum við unglinga.

Símtalið var partur af dagskráarlið sem þeir félagarnir kalla „Óþægilega símtalið“ og er símahrekkur.

„Það er hræðilegt að láta skapið hlaupa svona með sig,“ sagði mamma hans Sóla. Áður hafði hann sagt henni að einn drengjanna væri slasaður og blöðin komin í málið.

„Ég veit hreinlega ekki hvað er hægt að gera. Heldur þú að þetta fari í blöðin?," segir mamma hans. 

„Ég veit það ekki, ég verð bara að vera tilbúinn að svara þessu. Ég vildi bara koma hreint fram. Eins og þú veist þá hef ég verið að drekka aðeins og þegar maður er þunnur, þá er maður ekki í standi til að takast á við svona,“ svaraði Sólmundur og bætti við að vinir hans hefðu platað hann til að reykja eitthvað úr pípu kvöldið áður.

„Djöfulsins.... þú þarft að biðjast afsökunar og hætta að drekka. Ertu orðinn alveg snarklikkaður?," sagði mamman ekki sátt.

Hér að neðan má hlusta á hrekkinn sjálfan.

Þátturinn í heild sinni

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×