Lífið

Teppalagður gimsteinn í Smáíbúðahverfinu: Stórglæsileg koníaksstofa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega falleg eign.
Virkilega falleg eign. vísir
Fasteignasalan Valhöll er með ótrúlegt tveggja hæða steinsteypt einbýlishús sem var byggt árið 1956 til sölu á um sjötíu milljónir.

Húsið er við Grundargerði og er 290 fermetrar. Aðalinngangur er inn á efri hæð hússins en einnig er inngangur inn á þá neðri. Húsnæðið er mikið til teppalagt og heppnast það einstaklega vel.

Það sem vekur sérstaka athygli er mjög stórt teppalagt hobby-herbergi með JP innréttingum þar með talin bar og billjardborð. Upphaflega var gert ráð fyrir bílskúr í rýminu en þau plön fengu blessunarlega að fjúka. Húsið er í góðu ástandi að utan þar með talið þak. Fallegur garður og mjög góð og eftirsótt staðsetning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×