Sandra var á fjórtánda ári þegar hún sló í gegn í keppninni árið 1986, og þar af leiðandi yngsti sigurvegari Eurovision. Ólíklegt er að þetta met verði slegið því reglum keppninnar var breytt síðar á þann veg að keppendur verða að hafa náð 16 ára aldri.
Sandra er 43 ára í dag og hefur gefið út sex plötur á ferli sínu, nú síðast popp-rokk plötuna Make Up árið 2011.