Lífið

Þegar Alan Rickman og Jimmy Fallon spjölluðu saman á helíumi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alan Rickman og Jimmy Fallon
Alan Rickman og Jimmy Fallon vísir
Alan Rickman, einn ástsælasti leikari Bretlands, lést í gær, 69 ára að aldri. Rickman var gríðarlega vinsæll um allan heim og var tíður gestur hjá spjallþáttastjórnendum. Á sínum tíma mætti hann til Jimmy Fallon og tóku þeir þátt í mjög skemmtilegu samtali, þar sem þeir önduðu að sér helíumi. Atriðið er aðeins nokkurra mánaða gamalt en það kom inn á YouTube síðasta sumar.

Rickman hafði gert garðinn frægan sem sviðsleikari í London, en sló í gegn árið 1988 þegar hann fór með hlutverk illmennisins Hans Gruber í myndinni Die Hard, þá 41 árs gamall. Var honum boðið hlutverkið tveimur dögum áður en tökur hófust í Los Angeles.

Sjá einnig: Alan Rickman látinn

Nokkrum árum síðar lék hann svo illmennið í Robin Hood: Prince of Thieves, fógetann af Nottingham, þar sem Kevin Costner var í hlutverki Hróa Hattar. Leikarinn eignaðist svo fleiri aðdáendur í myndinni Love Actually og þegar hann túlkaði Snape professor í Harry Potter-myndunum.

Hér má sjá Benedict Cumberbatch og Jimmy Fallon keppa í því hvor er líkari Alan Rickman.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.