Er siðmenningin dauðvona? Jón Gnarr skrifar 15. janúar 2016 07:00 Það er staðreynd að veðurfar í heiminum er að breytast. Daglega fáum við fréttir af óvenjulegum veðurafbrigðum um allan heim. Flóð, stormar og þurrkar. Það er byrjað að hitna í kolunum. Meðalhitinn á jörðinni okkar, á síðasta ári, var sá hæsti frá upphafi mælinga. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru staðreynd. Og þær eru líklega mesta ógn sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Loftslagsráðstefnan í París var tilraun til að reyna að sporna við þessari þróun, draga úr henni og vonandi, með tímanum, að snúa henni við. Flestir vísindamenn telja að það verði bráðum um seinan og eftir nokkra áratugi verði ekkert við ráðið. Svo eru þeir sem benda á að til þess að ná árangri þurfi svo umfangsmiklar og samstilltar aðgerðir á heimsvísu að það sé óraunhæft og hreinlega vonlaust að reyna það. Það er lífsstíll okkar mannanna sem er að valda þessu, aðallega orkunotkun, brennsla á jarðefnaeldsneyti og neysla. Er fólk almennt tilbúið til að keyra minna, ferðast minna, nota minna rafmagn og draga úr kjötneyslu? Eru fyrirtæki tilbúin að breyta sínum rekstri í þessa átt og draga um leið úr hagnaði? Eru einhverjir stjórnmálamenn sem vilja byggja pólitískan frama sinn á því að reyna að skerða það sem við köllum lífsgæði og fá valdamikil og fjársterk fyrirtæki uppá móti sér? Ég held ekki. Það virðist ekki mikil stemning fyrir því. Virtur bandarískur fræðimaður hefur bent á það að það besta sem við gætum gert nákvæmlega núna til að sporna við loftslagsbreytingum væri að hætta algjörlega að borða nautakjöt. Núna. En hver á að gera það? Á ég að gera það? Skiptir það einhverju máli hvað ég geri á meðan enn er verið að slátra nautum? Fyrir okkur Íslendinga virðist rafmagn nokkuð sjálfbær og vistvænn orkugjafi. Það er skynsamlegt fyrir okkur að nota rafknúna samgöngumáta einsog rafmagnsbíla og lestir. En 65% af raforkuframleiðslu í heiminum eru grundvölluð á brennslu jarðefnaeldsneytis. Til að mæta aukinni eftirspurn eftir rafmagni þarf annaðhvort að auka þetta hlutfall, virkja fleiri stórfljót og byggja 100-200 ný kjarnorkuver. Er stemning fyrir því? Ég held ekki. Við sitjum föst í hræðilegum vítahring sem stefnir siðmenningu okkar og tilvist í hættu. Kannski er siðmenning okkar á dánarbeðinum. Og kannski felst lausnin ekki í því að reyna að finna útúr því hvernig við sigrumst á þessu og lifum af heldur frekar að horfast í augu við napran raunveruleikann, gefast upp og sætta okkur við að deyja? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Það er staðreynd að veðurfar í heiminum er að breytast. Daglega fáum við fréttir af óvenjulegum veðurafbrigðum um allan heim. Flóð, stormar og þurrkar. Það er byrjað að hitna í kolunum. Meðalhitinn á jörðinni okkar, á síðasta ári, var sá hæsti frá upphafi mælinga. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru staðreynd. Og þær eru líklega mesta ógn sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Loftslagsráðstefnan í París var tilraun til að reyna að sporna við þessari þróun, draga úr henni og vonandi, með tímanum, að snúa henni við. Flestir vísindamenn telja að það verði bráðum um seinan og eftir nokkra áratugi verði ekkert við ráðið. Svo eru þeir sem benda á að til þess að ná árangri þurfi svo umfangsmiklar og samstilltar aðgerðir á heimsvísu að það sé óraunhæft og hreinlega vonlaust að reyna það. Það er lífsstíll okkar mannanna sem er að valda þessu, aðallega orkunotkun, brennsla á jarðefnaeldsneyti og neysla. Er fólk almennt tilbúið til að keyra minna, ferðast minna, nota minna rafmagn og draga úr kjötneyslu? Eru fyrirtæki tilbúin að breyta sínum rekstri í þessa átt og draga um leið úr hagnaði? Eru einhverjir stjórnmálamenn sem vilja byggja pólitískan frama sinn á því að reyna að skerða það sem við köllum lífsgæði og fá valdamikil og fjársterk fyrirtæki uppá móti sér? Ég held ekki. Það virðist ekki mikil stemning fyrir því. Virtur bandarískur fræðimaður hefur bent á það að það besta sem við gætum gert nákvæmlega núna til að sporna við loftslagsbreytingum væri að hætta algjörlega að borða nautakjöt. Núna. En hver á að gera það? Á ég að gera það? Skiptir það einhverju máli hvað ég geri á meðan enn er verið að slátra nautum? Fyrir okkur Íslendinga virðist rafmagn nokkuð sjálfbær og vistvænn orkugjafi. Það er skynsamlegt fyrir okkur að nota rafknúna samgöngumáta einsog rafmagnsbíla og lestir. En 65% af raforkuframleiðslu í heiminum eru grundvölluð á brennslu jarðefnaeldsneytis. Til að mæta aukinni eftirspurn eftir rafmagni þarf annaðhvort að auka þetta hlutfall, virkja fleiri stórfljót og byggja 100-200 ný kjarnorkuver. Er stemning fyrir því? Ég held ekki. Við sitjum föst í hræðilegum vítahring sem stefnir siðmenningu okkar og tilvist í hættu. Kannski er siðmenning okkar á dánarbeðinum. Og kannski felst lausnin ekki í því að reyna að finna útúr því hvernig við sigrumst á þessu og lifum af heldur frekar að horfast í augu við napran raunveruleikann, gefast upp og sætta okkur við að deyja?