Guðjón Valur: Ég vil fá einn allt eða ekkert leik og sjá hvar við stöndum Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. janúar 2016 11:30 Guðjón Valur Sigurðsson spilar á sínu 19. stórmóti á morgun. vísir/anton brink „Mér finnst standið á liðinu vera gott og ég er gríðarlega bjartsýnn,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, en hann var gestur fyrsta þáttar Handvarpsins, hlaðvarps Vísis um stórmótin í handbolta.Hlustaðu á annan þátt Handvarpsins þar sem hitað er upp fyrir EM 2016. Guðjón Valur leiðir strákana okkar út á völlinn gegn Noregi á morgun klukkan 17.15 í gríðarlega mikilvægum leik sem gæti skorið úr um hvernig framhaldið verður hjá liðinu.Sjá einnig:Guðjón Valur: Ég vil fá meiri pressu á okkur sem fyrir eru í landsliðinu Hann er ekki tilbúinn að spá til um hvar íslenska liðið endar, en hann vill fá einn stóran leik sem gæti mögulega komið Íslandi í Ólympíuumspilið. Um það snýst þetta mót.Guðjón Valur Sigurðsson fagnar marki á HM í Katar.vísir/afpÞurfum ekkert sumarfrí „Ég er ekki tilbúinn að segja til hvort við verðum í fyrsta, öðru, þriðja, fjórða eða fimmta sæti,“ segir Guðjón Valur í Handvarpinu. „Það verður einn leikur sem verður allt eða ekkert leikur. Ég vil fá að komast í svoleiðis leik og fá svoleiðis stund. Þar fáum við að sjá hvar við stöndum og fyrir hvað menn eru búnir að vera að æfa fyrir.“Sjá einnig:Hefur hlustað 119 sinnum á íslenska þjóðsönginn á stórmóti Fyrirliðinn segir að honum lítist vel á liðið, standið á því og móralinn. Hann kveðst bjartsýnn fyrir EM. „Við ætlum okkur náttúrlega að komast í Ólympíuumspilið en við viljum í heildina standa okkur vel í Póllandi. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu eins og ég vona að við getum verið með okkar sterkasta lið. Þá er allt hægt,“ segir Guðjón Valur. Álagið á bestu handboltamenn heims er mikið og ekki minnkar það komist Ísland í umspilið fyrir Ólympíuleikana og hvað þá alla leið til Ríó. „Þá verða aukaleikir í júní, ekkert sumarfrí og Ólympíuleikar. Verðlaunin fyrir að standa sig vel núna þýðir sumarfrí 2017. Enda höfum við ekkert að gera við sumarfrí 2016,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. Hlusta má á allt hlaðvarpið með Guðjóni Val í spilaranum hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Strákarnir æfa í geimskipinu Strákarnir okkar komu til Katowice í Póllandi í gærkvöld og taka æfingu í keppnishöllinni í dag. 14. janúar 2016 10:30 Tandri Már ekki til Póllands Dettur úr 18 manna landsliðshópi Íslands fyrir EM í Póllandi. 12. janúar 2016 15:01 Aron Rafn til Þýskalands Ósáttur við spilatímann í Danmörku og klárar tímabilið í þýsku B-deildinni. 14. janúar 2016 08:12 Þeir yngri þurfa að fá tækifæri Strákarnir okkar hefja leik á EM á föstudaginn en undirbúningi lauk formlega á sunnudaginn. Enn á eftir að skera niður um einn leikmann. Fréttablaðið leitaði til þriggja sérfræðinga til að fara yfir stöðuna. 12. janúar 2016 06:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
„Mér finnst standið á liðinu vera gott og ég er gríðarlega bjartsýnn,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, en hann var gestur fyrsta þáttar Handvarpsins, hlaðvarps Vísis um stórmótin í handbolta.Hlustaðu á annan þátt Handvarpsins þar sem hitað er upp fyrir EM 2016. Guðjón Valur leiðir strákana okkar út á völlinn gegn Noregi á morgun klukkan 17.15 í gríðarlega mikilvægum leik sem gæti skorið úr um hvernig framhaldið verður hjá liðinu.Sjá einnig:Guðjón Valur: Ég vil fá meiri pressu á okkur sem fyrir eru í landsliðinu Hann er ekki tilbúinn að spá til um hvar íslenska liðið endar, en hann vill fá einn stóran leik sem gæti mögulega komið Íslandi í Ólympíuumspilið. Um það snýst þetta mót.Guðjón Valur Sigurðsson fagnar marki á HM í Katar.vísir/afpÞurfum ekkert sumarfrí „Ég er ekki tilbúinn að segja til hvort við verðum í fyrsta, öðru, þriðja, fjórða eða fimmta sæti,“ segir Guðjón Valur í Handvarpinu. „Það verður einn leikur sem verður allt eða ekkert leikur. Ég vil fá að komast í svoleiðis leik og fá svoleiðis stund. Þar fáum við að sjá hvar við stöndum og fyrir hvað menn eru búnir að vera að æfa fyrir.“Sjá einnig:Hefur hlustað 119 sinnum á íslenska þjóðsönginn á stórmóti Fyrirliðinn segir að honum lítist vel á liðið, standið á því og móralinn. Hann kveðst bjartsýnn fyrir EM. „Við ætlum okkur náttúrlega að komast í Ólympíuumspilið en við viljum í heildina standa okkur vel í Póllandi. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu eins og ég vona að við getum verið með okkar sterkasta lið. Þá er allt hægt,“ segir Guðjón Valur. Álagið á bestu handboltamenn heims er mikið og ekki minnkar það komist Ísland í umspilið fyrir Ólympíuleikana og hvað þá alla leið til Ríó. „Þá verða aukaleikir í júní, ekkert sumarfrí og Ólympíuleikar. Verðlaunin fyrir að standa sig vel núna þýðir sumarfrí 2017. Enda höfum við ekkert að gera við sumarfrí 2016,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. Hlusta má á allt hlaðvarpið með Guðjóni Val í spilaranum hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Strákarnir æfa í geimskipinu Strákarnir okkar komu til Katowice í Póllandi í gærkvöld og taka æfingu í keppnishöllinni í dag. 14. janúar 2016 10:30 Tandri Már ekki til Póllands Dettur úr 18 manna landsliðshópi Íslands fyrir EM í Póllandi. 12. janúar 2016 15:01 Aron Rafn til Þýskalands Ósáttur við spilatímann í Danmörku og klárar tímabilið í þýsku B-deildinni. 14. janúar 2016 08:12 Þeir yngri þurfa að fá tækifæri Strákarnir okkar hefja leik á EM á föstudaginn en undirbúningi lauk formlega á sunnudaginn. Enn á eftir að skera niður um einn leikmann. Fréttablaðið leitaði til þriggja sérfræðinga til að fara yfir stöðuna. 12. janúar 2016 06:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Strákarnir æfa í geimskipinu Strákarnir okkar komu til Katowice í Póllandi í gærkvöld og taka æfingu í keppnishöllinni í dag. 14. janúar 2016 10:30
Tandri Már ekki til Póllands Dettur úr 18 manna landsliðshópi Íslands fyrir EM í Póllandi. 12. janúar 2016 15:01
Aron Rafn til Þýskalands Ósáttur við spilatímann í Danmörku og klárar tímabilið í þýsku B-deildinni. 14. janúar 2016 08:12
Þeir yngri þurfa að fá tækifæri Strákarnir okkar hefja leik á EM á föstudaginn en undirbúningi lauk formlega á sunnudaginn. Enn á eftir að skera niður um einn leikmann. Fréttablaðið leitaði til þriggja sérfræðinga til að fara yfir stöðuna. 12. janúar 2016 06:00