Hráolía hríðfellur í verði Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2016 20:53 Íranir hafa fjárfest verulega í olíuframleiðslu síðustu mánuði en viðskiptabanni gegn þeim verður væntanlega afnumið brátt. Vísir/EPA Verð hráolíu frá Bandaríkjunum og Evrópu lækkaði um rúm sex prósent í dag. West Texas vísitalan endaði í 30,99 dölum á tunnu og hefur ekki verið lægri frá því í desember 2003. Sömu sögu er að segja af Brent vísitölunni sem endaði í 31,9 dölum. Sérfræðingar fyrirtækisins Morgan Stanley segja endalok lækkunar á olíu ekki vera í sjónmáli. OPEC ríkin framleiði enn að vild og að útflutningur Íran muni aukast mjög á næstu mánuðum. Þá séu líkur á því að áfram muni draga úr eftirspurn. Olíuverð hefur farið lækkandi frá því um mitt ár 2014, þegar OPEC ríkin flæddu markaði til að gera bergbrot (e. fracking) í Bandaríkjunum óhagkvæmt. Sjá einnig: OPEC ríkin bregðast ekki við verðfalli olíu Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar gæti olíuverð farið niður í 20 til 25 dali á tunnu, rétti efnahagur Kína ekki úr kútnum. Um mitt ár 2014 var verðið yfirleitt í kringum hundrað dali á tunnu. Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Verð hráolíu frá Bandaríkjunum og Evrópu lækkaði um rúm sex prósent í dag. West Texas vísitalan endaði í 30,99 dölum á tunnu og hefur ekki verið lægri frá því í desember 2003. Sömu sögu er að segja af Brent vísitölunni sem endaði í 31,9 dölum. Sérfræðingar fyrirtækisins Morgan Stanley segja endalok lækkunar á olíu ekki vera í sjónmáli. OPEC ríkin framleiði enn að vild og að útflutningur Íran muni aukast mjög á næstu mánuðum. Þá séu líkur á því að áfram muni draga úr eftirspurn. Olíuverð hefur farið lækkandi frá því um mitt ár 2014, þegar OPEC ríkin flæddu markaði til að gera bergbrot (e. fracking) í Bandaríkjunum óhagkvæmt. Sjá einnig: OPEC ríkin bregðast ekki við verðfalli olíu Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar gæti olíuverð farið niður í 20 til 25 dali á tunnu, rétti efnahagur Kína ekki úr kútnum. Um mitt ár 2014 var verðið yfirleitt í kringum hundrað dali á tunnu.
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira