Námskeið fyrir fagfólk og almenning 11. janúar 2016 11:30 Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri IÐUNNAR fræðsluseturs, segir starfsemi IÐUNNAR snúast fyrst og fremst um að auka hæfni starfsmanna í iðnaði með símenntun og ráðgjöf á breiðu sviði. VÍSIR/GVA IÐAN, fræðslusetur er sjálfstætt starfandi og er í eigu atvinnurekendasamtaka og samtaka launafólks í iðnaði. „Kjarnastarfsemi okkar snýst um að auka hæfni starfsmanna í iðnaði með símenntun og ráðgjöf á breiðu sviði,“ segir Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri IÐUNNAR. „Hjá IÐUNNI er boðið upp á 300 til 350 námskeið á hverju ári fyrir fagfólk í iðnaði og þjónustum við bílgreinar, bygginga- og mannvirkjagreinar, matvæla- og veitingagreinar, upplýsinga- og fjölmiðlagreinar og málm- og véltæknigreinar. Auk þess sinnir IÐAN námsráðgjöf, hefur umsjón með raunfærnimati í ýmsum löggiltum iðngreinum, hefur umsjón með sveinsprófum og nemaleyfum og tekur þátt í margvíslegum erlendum samstarfsverkefnum.” IÐAN fræðslusetur heldur upp á tíu ára starfsafmæli á árinu og verður því fagnað með margvíslegum hætti. „Við förum af stað í fyrsta skipti með námskeið fyrir almenning og byrjum á því nú í næsta mánuði. Námskeiðin tengjast því sem við erum að gera hér en eru ekki eins sérhæfð og námskeið okkar fyrir fagfólk. Við erum með fjölbreytta hluti í gangi hér, til dæmis verðum við með námskeið um Twitter og Snapchat en upplýsingatækni er hluti af starfsemi okkar. Einnig erum við með námskeiðið Gotterí í garðinum í umsjá Guðríðar Helgadóttur og þá má líka nefna námskeiðin Léttar hjólreiðaviðgerðir og Ertu að huga að fasteignakaupum? Á námskeiðunum ætlum við að miðla sérþekkingu okkar kennara til almennings,“ lýsir Hildur. Hún nefnir einnig að sérstök afmælisráðstefna verði haldin þann 4. maí næstkomandi en það er hinn eiginlegi afmælisdagur IÐUNNAR. „Við ætlum að nota afmælisárið til að efla okkur á öllum sviðum, í almennu námskeiðunum, fjarnáminu og í þjónustunni við okkar félagsfólk. Þetta afmæli á að vera nokkurs konar vítamínsprauta fyrir okkur." Auk afmælisráðstefnunnar verður Dagur íslensks prentiðnaðar haldinn hátíðlegur þann 5. febrúar í annað sinn. „Einnig verðum við með Fræðsluviku í iðnaði á Akureyri 22.-26. febrúar og verður hún haldin í þriðja sinn. Okkar aðilar eru dreifðir um allt land þannig að við höfum lagt áherslu á að auka framboð á námskeiðum sem haldin eru úti á landi og einnig aukið framboð á fjarnámi. Einnig munum við í fyrsta skipti bjóða upp á örnámskeið í upplýsingatækni og eru þau í formi myndskeiða á netinu.“ IÐAN er með glæsilega aðstöðu í Vatnagörðum sem er sérhönnuð fyrir starfsemi hennar. „Við erum með góða kennsluaðstöðu í bæði verklegum og bóklegum greinum,“ segir Hildur.Frekari upplýsingar um IÐUNA má nálgast á idan.is Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
IÐAN, fræðslusetur er sjálfstætt starfandi og er í eigu atvinnurekendasamtaka og samtaka launafólks í iðnaði. „Kjarnastarfsemi okkar snýst um að auka hæfni starfsmanna í iðnaði með símenntun og ráðgjöf á breiðu sviði,“ segir Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri IÐUNNAR. „Hjá IÐUNNI er boðið upp á 300 til 350 námskeið á hverju ári fyrir fagfólk í iðnaði og þjónustum við bílgreinar, bygginga- og mannvirkjagreinar, matvæla- og veitingagreinar, upplýsinga- og fjölmiðlagreinar og málm- og véltæknigreinar. Auk þess sinnir IÐAN námsráðgjöf, hefur umsjón með raunfærnimati í ýmsum löggiltum iðngreinum, hefur umsjón með sveinsprófum og nemaleyfum og tekur þátt í margvíslegum erlendum samstarfsverkefnum.” IÐAN fræðslusetur heldur upp á tíu ára starfsafmæli á árinu og verður því fagnað með margvíslegum hætti. „Við förum af stað í fyrsta skipti með námskeið fyrir almenning og byrjum á því nú í næsta mánuði. Námskeiðin tengjast því sem við erum að gera hér en eru ekki eins sérhæfð og námskeið okkar fyrir fagfólk. Við erum með fjölbreytta hluti í gangi hér, til dæmis verðum við með námskeið um Twitter og Snapchat en upplýsingatækni er hluti af starfsemi okkar. Einnig erum við með námskeiðið Gotterí í garðinum í umsjá Guðríðar Helgadóttur og þá má líka nefna námskeiðin Léttar hjólreiðaviðgerðir og Ertu að huga að fasteignakaupum? Á námskeiðunum ætlum við að miðla sérþekkingu okkar kennara til almennings,“ lýsir Hildur. Hún nefnir einnig að sérstök afmælisráðstefna verði haldin þann 4. maí næstkomandi en það er hinn eiginlegi afmælisdagur IÐUNNAR. „Við ætlum að nota afmælisárið til að efla okkur á öllum sviðum, í almennu námskeiðunum, fjarnáminu og í þjónustunni við okkar félagsfólk. Þetta afmæli á að vera nokkurs konar vítamínsprauta fyrir okkur." Auk afmælisráðstefnunnar verður Dagur íslensks prentiðnaðar haldinn hátíðlegur þann 5. febrúar í annað sinn. „Einnig verðum við með Fræðsluviku í iðnaði á Akureyri 22.-26. febrúar og verður hún haldin í þriðja sinn. Okkar aðilar eru dreifðir um allt land þannig að við höfum lagt áherslu á að auka framboð á námskeiðum sem haldin eru úti á landi og einnig aukið framboð á fjarnámi. Einnig munum við í fyrsta skipti bjóða upp á örnámskeið í upplýsingatækni og eru þau í formi myndskeiða á netinu.“ IÐAN er með glæsilega aðstöðu í Vatnagörðum sem er sérhönnuð fyrir starfsemi hennar. „Við erum með góða kennsluaðstöðu í bæði verklegum og bóklegum greinum,“ segir Hildur.Frekari upplýsingar um IÐUNA má nálgast á idan.is
Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira