Uppselt í Hrútafjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 29. janúar 2016 14:57 Vænn lax þreyttur í Hrútafjarðará Mynd: www.strengir.is Það hefur verið gífurlega mikið bókað í laxveiðiárnar fyrir komandi sumar og það er ekkert skrítið miðað við frábæra veiði í ánum sumarið 2015. Við höfum þegar greint frá nokkrum ám sem eru uppseldar en þeirra á meðal eru t.d. Grímsá, Laxá í Dölum, Hítará, Miðfjarðará og Laxá í Kjós og vel gengur að bóka í hinar árnar en besti tíminn eiginlega að verða búinn eða þegar orðinn búinn í öllum bestu ánum á landinu. Hrútafjarðará er ein af þeim sem nú þegar er uppseld og þar komust færri að en vilja. Veiðin í Hrútafjarðará var 850 laxar í fyrra sem var metveiði. Það er veiðiþjónustan Strengir sem er með Hrútafjarðará á sínum snærum. Af öðrum svæðum innan Strengja má nefna að Breiðdalsá er meira bókuð líka en það má sjá þó stangir lausar í júlí og örfáar í ágúst. September er með töluvert meira af lausum dögum, þó er veiðin oftar en ekki mjög drjúg þá á haustin. Af Jöklusvæðum er Jökla I og Fögruhlíðará ágætlega bókuð í júlí og ágúst, en örfáar stangir þó lausar hér og þar flestar vikurnar í þessum mánuðum. Meira er laust þar í september. Svæðin ofar í Jöklu eða Jökla II og III eiga mikið af lausum stöngum eins og er. Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Svalbarðsá komin í 75 laxa á tvær stangir Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði
Það hefur verið gífurlega mikið bókað í laxveiðiárnar fyrir komandi sumar og það er ekkert skrítið miðað við frábæra veiði í ánum sumarið 2015. Við höfum þegar greint frá nokkrum ám sem eru uppseldar en þeirra á meðal eru t.d. Grímsá, Laxá í Dölum, Hítará, Miðfjarðará og Laxá í Kjós og vel gengur að bóka í hinar árnar en besti tíminn eiginlega að verða búinn eða þegar orðinn búinn í öllum bestu ánum á landinu. Hrútafjarðará er ein af þeim sem nú þegar er uppseld og þar komust færri að en vilja. Veiðin í Hrútafjarðará var 850 laxar í fyrra sem var metveiði. Það er veiðiþjónustan Strengir sem er með Hrútafjarðará á sínum snærum. Af öðrum svæðum innan Strengja má nefna að Breiðdalsá er meira bókuð líka en það má sjá þó stangir lausar í júlí og örfáar í ágúst. September er með töluvert meira af lausum dögum, þó er veiðin oftar en ekki mjög drjúg þá á haustin. Af Jöklusvæðum er Jökla I og Fögruhlíðará ágætlega bókuð í júlí og ágúst, en örfáar stangir þó lausar hér og þar flestar vikurnar í þessum mánuðum. Meira er laust þar í september. Svæðin ofar í Jöklu eða Jökla II og III eiga mikið af lausum stöngum eins og er.
Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Svalbarðsá komin í 75 laxa á tvær stangir Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði