Lífið

Farið yfir magnaðan feril Buttercup: Sýndu mikið hugrekki að setja .is fyrir aftan nafn plötunnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hljómsveitin var stofnuð í litlum bílskúr í Gyðufellinu.
Hljómsveitin var stofnuð í litlum bílskúr í Gyðufellinu. vísir
Hljómsveitasagan var á sínum stað í Brennslunni á FM957 í morgun en þar er farið yfir sögu frá landsþekktum hljómsveitum sem hafa átt góðu gengi að fagna í bransanum hér á landi.

Að þessu sinni er það hljómsveitin Buttercup og fór Hjörvar Hafliðason í gegnum sögu sveitarinnar og meðal annars hvernig nafnið varð til.

Hljómsveitin var stofnuð í litlum bílskúr í Gyðufellinu um aldarmótin og er virkilega fróðlegt að hlusta á yfirferð tónlistarsérfræðings Brennslunnar.

Sjá einnig: Brennslan - Land og synir: Sagan






Fleiri fréttir

Sjá meira


×