Ragga Eiríks á leið í magabandsaðgerð: Snýst ekki um útlitið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. janúar 2016 20:17 Hjúkrunarfræðingurinn og blaðamaðurinn Ragnheiður Eiríksdóttir er á leið í magabandsaðgerð og ætlar hún að leyfa áhorfendum Íslands í dag að fylgjast með ferlinu. Magabandsaðgerðir njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi en um 500 Íslendingar ganga nú um með sílíkon-hring utan um efsta hluta magans til þess að draga úr matarlyst. „Ég er meistari blekkinganna, ég er svakalega þung en ég er mjög flink í að fela það,“ segir Ragnheiður þegar blaðamaður spyr hana afhverju hún sé á leið í slíka aðgerð, hún líti bara vel út.Auðun Svavar Sigurðsson skurðlæknir lýsir því hvernig hann mun setja magaband utan um efri hluta maga Ragnheiðar.Vonast til þess að missa 20-30 kíló Ragnheiður segist ekki vera að sækjast eftir breyttu og betra útliti, þó það verði skemmtilegur fylgifiskur aðgerðarinnar, enda þyki henni vænt um líkaman sinn eins og hann er. Hún sé fyrst og fremst að hugsa um heilsufarslegu hliðina. „Málið er það að þegar fólk er svona þungt og svona mikil fita er í kringum líffæri þá er það ekki spurning hvort heldur hvenær þú færð allskonar sjúkdóma og fylgikvilla,“ segir Ragnheiður og nefnir til sögunnar háþrýsting, slitgigt, ýmsar tegundir krabbameins og sykursýki. Það er skurðlæknirinn Auðunn Svavar Sigurðsson sem kemur til með að gera aðgerðina. Hann bjó og starfaði í Bretlandi um áraraðir en byrjaði fyrir um tveimur árum að framkvæma magabandsaðgerðir hér á landi en í innslaginu sem sjá má hér fyrir ofan útskýrir Auðunn hvernig aðgerðin fer fram og hvað sé gert. Ragnheiður er búinn að reyna ýmislegt til þess að létta sig en segist vera stopp í 115 kílóum. Vonast hún til þess að með magabandsaðgerðinni takist henni að losna við um 20-30 kíló. Hún ætlar að leyfa áhorfendum að fylgjast með ferlinu og vonar að það geti orðið einhverjum til innblásturs eða vakið upp umræðu um heisufarsleg áhrif offitu, frekar en útlitsleg áhrif. Ísland í dag Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn og blaðamaðurinn Ragnheiður Eiríksdóttir er á leið í magabandsaðgerð og ætlar hún að leyfa áhorfendum Íslands í dag að fylgjast með ferlinu. Magabandsaðgerðir njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi en um 500 Íslendingar ganga nú um með sílíkon-hring utan um efsta hluta magans til þess að draga úr matarlyst. „Ég er meistari blekkinganna, ég er svakalega þung en ég er mjög flink í að fela það,“ segir Ragnheiður þegar blaðamaður spyr hana afhverju hún sé á leið í slíka aðgerð, hún líti bara vel út.Auðun Svavar Sigurðsson skurðlæknir lýsir því hvernig hann mun setja magaband utan um efri hluta maga Ragnheiðar.Vonast til þess að missa 20-30 kíló Ragnheiður segist ekki vera að sækjast eftir breyttu og betra útliti, þó það verði skemmtilegur fylgifiskur aðgerðarinnar, enda þyki henni vænt um líkaman sinn eins og hann er. Hún sé fyrst og fremst að hugsa um heilsufarslegu hliðina. „Málið er það að þegar fólk er svona þungt og svona mikil fita er í kringum líffæri þá er það ekki spurning hvort heldur hvenær þú færð allskonar sjúkdóma og fylgikvilla,“ segir Ragnheiður og nefnir til sögunnar háþrýsting, slitgigt, ýmsar tegundir krabbameins og sykursýki. Það er skurðlæknirinn Auðunn Svavar Sigurðsson sem kemur til með að gera aðgerðina. Hann bjó og starfaði í Bretlandi um áraraðir en byrjaði fyrir um tveimur árum að framkvæma magabandsaðgerðir hér á landi en í innslaginu sem sjá má hér fyrir ofan útskýrir Auðunn hvernig aðgerðin fer fram og hvað sé gert. Ragnheiður er búinn að reyna ýmislegt til þess að létta sig en segist vera stopp í 115 kílóum. Vonast hún til þess að með magabandsaðgerðinni takist henni að losna við um 20-30 kíló. Hún ætlar að leyfa áhorfendum að fylgjast með ferlinu og vonar að það geti orðið einhverjum til innblásturs eða vakið upp umræðu um heisufarsleg áhrif offitu, frekar en útlitsleg áhrif.
Ísland í dag Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira