Forvitnilegustu matarmarkaðir Reykjavíkur Margrét Erla Maack skrifar 27. janúar 2016 17:30 Matarmenning og úrval sem henni tengist hefur gjörbreyst á undanförnum árum. Viðmælendur Íslands í dag voru sammála um að hér hefði vantað eitthvað í búðirnar – sem ýtti þeim út í eigin rekstur. Umfjöllunin er alls ekki tæmandi um allt það framandi sem í boði er í nýlenduvöruverslunum nútímans. Í Ármúla stendur Yusef vaktina í Istanbul Market. Viðskiptavinir sækja meðal annars í jógúrtina og ostinn, en þarna er líka að finna krydd – og ekki bara vörur frá Tyrklandi, heldur líka frá t.d. Búlgaríu. Yusef vann á krana í mörg ár, en nú á verslunin hug hans allan. Svæðið í kringum Hlemm er mikið gnægtaborð matarunnenda, þrátt fyrir að enn sé nokkuð í að matarmakaður opni á Hlemmi sjálfum. Euro Market er með pólskar vörur. Uppáhald Mörtu á kassanum eru allir safarnir, en úrvalið af pólskum drykkjum er mikið í búðinni. Nammið er líka vinsælt og alls kyns tilbúnir niðursoðnir réttir sem þarf aðeins að hita upp. Þau Ólöf og Omri opnðu Krydd- og Tehúsið í október og þar eru viðskiptavinir hvattir til að skoða og þefa. Þau selja krydd og te bæði í tilbúnum pakkningum, en einnig eftir vigt fyrir þá sem eru að prófa sig áfram eða vilja nýta önnur ílát, til dæmis vegna umhverfissjónarmiða. Krydd, te, ávaxtaseyði og blöndur til að setja út á salat og í hrísgrjón fylla búðina stórkostlegri lykt. Í Mai Thai er alltaf nóg að gera og segir Linda fólk sé alltaf að verða duglegra að kynna sér framandi matarmenningu og prófa sjálft að elda heima. Þar er alltaf nóg að gera og hillurnar svigna af alls kyns blöndum til að hjálpa fólki að gera flókna austurlenska rétti. Ávaxta- og grænmetiskælirinn er fullur af ferskum bambus, alls konar chili og ávöxtum. Snakkdeildin er sérstaklega skemmtileg, þar er að finna þurrkaðan snakkfisk, ekki ósvipaðan harðfisk og danskt poppað svínaskinn. Innslagið úr íslandi í dag má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland í dag Matur Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Matarmenning og úrval sem henni tengist hefur gjörbreyst á undanförnum árum. Viðmælendur Íslands í dag voru sammála um að hér hefði vantað eitthvað í búðirnar – sem ýtti þeim út í eigin rekstur. Umfjöllunin er alls ekki tæmandi um allt það framandi sem í boði er í nýlenduvöruverslunum nútímans. Í Ármúla stendur Yusef vaktina í Istanbul Market. Viðskiptavinir sækja meðal annars í jógúrtina og ostinn, en þarna er líka að finna krydd – og ekki bara vörur frá Tyrklandi, heldur líka frá t.d. Búlgaríu. Yusef vann á krana í mörg ár, en nú á verslunin hug hans allan. Svæðið í kringum Hlemm er mikið gnægtaborð matarunnenda, þrátt fyrir að enn sé nokkuð í að matarmakaður opni á Hlemmi sjálfum. Euro Market er með pólskar vörur. Uppáhald Mörtu á kassanum eru allir safarnir, en úrvalið af pólskum drykkjum er mikið í búðinni. Nammið er líka vinsælt og alls kyns tilbúnir niðursoðnir réttir sem þarf aðeins að hita upp. Þau Ólöf og Omri opnðu Krydd- og Tehúsið í október og þar eru viðskiptavinir hvattir til að skoða og þefa. Þau selja krydd og te bæði í tilbúnum pakkningum, en einnig eftir vigt fyrir þá sem eru að prófa sig áfram eða vilja nýta önnur ílát, til dæmis vegna umhverfissjónarmiða. Krydd, te, ávaxtaseyði og blöndur til að setja út á salat og í hrísgrjón fylla búðina stórkostlegri lykt. Í Mai Thai er alltaf nóg að gera og segir Linda fólk sé alltaf að verða duglegra að kynna sér framandi matarmenningu og prófa sjálft að elda heima. Þar er alltaf nóg að gera og hillurnar svigna af alls kyns blöndum til að hjálpa fólki að gera flókna austurlenska rétti. Ávaxta- og grænmetiskælirinn er fullur af ferskum bambus, alls konar chili og ávöxtum. Snakkdeildin er sérstaklega skemmtileg, þar er að finna þurrkaðan snakkfisk, ekki ósvipaðan harðfisk og danskt poppað svínaskinn. Innslagið úr íslandi í dag má sjá í spilaranum hér að ofan.
Ísland í dag Matur Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira