Lífið

Eyfi orðinn útvarpsmaður

Jakob Bjarnar skrifar
Eyfi ætlar bara að spila íslenska tónlist í útvarpsþætti sínum.
Eyfi ætlar bara að spila íslenska tónlist í útvarpsþætti sínum.
Eyjólfur Kristjánsson – Eyfi – sendi nú fyrir stundu tilkynningu til vina sinna á Facebook þar sem hann upplýsir að hann hafi tekið að sér þáttastjórn á nýrri útvarpsstöð sem sjónvarpsstöðin Hringbraut hefur sett í loftið.

„Þátturinn minn heitir „Morgunstund með Eyfa“ og er alla virka morgna milli 09.00 og 11.00. Ég spila eingöngu íslenska dægurtónlist, einnig þá, sem sungin er á ensku eða öðrum tungumálum svo sem „Kom hjem til mig“ með Spilverkinu,“ segir Eyfi glaðbeittur.

Næsta fimmtudag ætlar Eyfi að leika nokkur íslensk dægurlög, sem hann telur að hefðu getað slegið í gegn erlendis svo sem Blue Jean Queen með Magnúsi Þór Sigmundssyni. Hann skorar á vini sína á Facebook að senda sér óskalög og þá mun hann gera sitt svo þau fái að hljóma í þættinum.

„Þetta er eini þátturinn í íslensku útvarpi, sem eingöngu leikur íslenska dægurtónlist og ég mun einnig kynna ný lög til sögunnar, þegar þau eru útgefin og ræða við tónlistarmenn og kynna það sem er á döfinni í íslensku tónlistarlífi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×