Lífið

Komu í veg fyrir rán, urðu heimsfrægir og fóru líklega í besta viðtal sögunnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þetta eru algjörir snillingar.
Þetta eru algjörir snillingar. vísir
Á dögunum náðu þeir James Ross-Munro og Kane Wiblen, tveir ástralskir vinir, að stöðva óprútna aðila sem ætluðu sér að ræna veitingarstað. Félagarnir höfðu stuttu áður verið í partýi og ætluðu að fá sér örlítið í gogginn eftir djammið.

Annar þeirra var ber að ofan og vel ölvaður. Hinn tók þetta þetta allt upp á myndband og hefur myndbandið flogið um netheima síðustu tvo daga, enda óborganlega fyndið. Líklega hefur hver einasti Ástrali séð myndbandið og því var þeim boðið að koma sem gestir í þáttinn Today sem er einn langlífasti morgunþáttur í Ástrala.

Viðtalið við þá er með hreinum ólíkindum og greinilega er um tvo algjöra meistara á ferðinni en þeir hafa greinilega skemmtilegan húmor.

Til að skilja viðtalið er nauðsynlegt að kynna sér orðskýringarnar hér að neðan.

„Busted my plugger“ þýðir „braut sandalana mína.“

„I thought something was a bit suss" þýðir  „mér fannst eitthvað grunsamlegt vera í gangi.“

Hér að neðan má sjá viðtalið sjálft Hér má síðan sjá upprunalega myndbandið þegar þeir náðu að komu í veg fyrir rán.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×