Lífið

Sat fyrir ber að ofan til að takast á við einelti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rakel Ósk var í Brennslunni í morgun.
Rakel Ósk var í Brennslunni í morgun. vísir
„Þetta hjálpaði mér mikið að vera mér trú sem einstaklingur,“ segir Rakel Ósk, sem var gestur Brennslunnar á FM957 í morgun og sagði frá ástæðu þess að hún ákvað að sitja fyrir berbrjósta hjá Ekstra Bladet í Danmörku.

Rakel Ósk segist hafa byrjað að sitja fyrir til að takast á við einelti sem hún varð fyrir.

„Mér hefur alltaf fundist gaman að taka myndir og þegar félagi minn spurði mig hvort ég vildi ekki taka myndir með honum þá sló ég bara til.“

Rakel segist hafa byrjað að gera listrænar nektarmyndir.

„Ég hef ekki áhuga á því að gera neitt grófara,“ segir Rakel en hún hefur orðið var við neikvæða umræðu um nektarmyndirnar.

„Það er mest frá 45 plús konum. Konur eru konum verstar og þetta fer rosalega fyrir brjóstið á þeim. Þær eru bara mjög dónalegar og spyrja mig af hverju ég er ekki að gera eitthvað betra í lífinu. Þær þekkja mig ekki einu sinni. Þetta er bara pínulítil hlið á mér þar sem ég er að sitja fyrir. Ég er ekki bara módel.“





Hér má hlusta á þáttinn í heild sinni frá því í morgun. 


Tengdar fréttir

Segist vera með flottustu brjóstin á Íslandi

Rakel Ósk er íslensk fyrirsæti sem hefur verið að gera það gott í Danmörku. Á dögunum var hún valin síðu 9 stelpan í Ekstra Bladet í október og keppir nú um titilinn stúlka ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×