Pétur Jóhann hefur verið duglegur í vetur að prufa hin ýmsu störf fyrir Ísland í dag. Í þætti kvöldsins var sýnt frá heimsókn hans í bakaríið Gæðabakstur/Ömmubakstur þar sem hann fékk meðal annars að spreyta sig á því að baka kókosbollur og pylsubrauð.
Pétri gekk hreint út sagt ekki vel í pylsubrauðsgerðinni en talsvert betur í kókosbollunum. Þar var hann þó hrifnastur af því að fá að smakka og hafði á orði að hann gæti sennilega aldrei unnið í bakaríi til lengdar.
Kostulegar baksturstilraunir Péturs Jóhanns má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pétur Jóhann bakar vandræði: „Ég gæti aldrei unnið hérna“
Tengdar fréttir
Ísland í dag: Pétur Jóhann púlaði í súlufitness
Pétur Jóhann Sigfússon reynir enn að finna líkamsrækt við hæfi.
Ísland í dag: Pétur Jóhann fer á rjúpu
Pétur hefur aldrei farið á slíkt skytterí, eins og sést greinilega.
Ísland í dag: Pétur rannsakar uppruna jólamatarins
Mörgum þykir erfit að ímynda sér hátíðarnar án jólakjötsins