Lífið

Facebook-síða Gunnars Nelson hökkuð: Missti þúsund fylgjendur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skellur fyrir okkar mann.
Skellur fyrir okkar mann. vísir/getty
Fyrir helgi fóru að birtast mjög einkennilegar færslur á Facebook-síða Gunnars Nelson og hann hefur nú útskýrt að síðan hafi verið hökkuð.

„Eins og margir hafa kannski tekið eftir var Facebook-síðan mín hökkuð fyrir tveimur dögum,“ segir Gunnar í færslu á Facebook.

„Ég hef núna náð stjórn á síðunni og mér þykir leitt ef þetta hefur farið fyrir brjóstið á einhverjum. Starfsmenn Facebook hafa fullvissað mig um það að vandamálið hafi verið leyst. Ég missti um þúsund fylgjendur en ég er mjög þakklátur fyrir þá sem misstu ekki þolinmæðina og stóðu með mér,“ segir Gunnar en hann er með rúmlega hundrað og sex þúsund fylgjendur á Facebook.

Ítrekað birtust færslur af fáklæddum konum og hefur nú komið í ljós að einhver óprúttin aðili var þar að baki.

MMA

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.