Stjörnum prýddur pallur hjá Versace Ritstjórn skrifar 25. janúar 2016 10:30 Glamour/getty Janúar er svo sannarlega ekki leiðinlegur mánuður, því í gær hófust Haute Couture sýningar tískuhúsanna. Það var engin önnur en Donatella Versace sem reið á vaðið og sýndi einfalda litapallettu, sem einkenndist af svörtu og hvítu, rauðum, bláum og gulum, sportlegan fatnað og efnislitla kjóla. Grafísk snið og hnútar voru einnig áberandi. Það kæmi ekki á óvart ef einhver af þessum kjólum myndi rata á rauða dregilinn á Óskarsverðlaununum í lok febrúar, eða að minnsta kosti á dregilinn í Vanity Fair eftirpartýinu. Eins og Donatellu einni er lagið, fékk hún margar af frægustu fyrirsætum heims til að ganga pallana eins og Gigi Hadid, Rosie Huntington-Whiteley, Behati Prinsloo, Irina Shayk, Lara Stone og Natasha Poly. Og á fremsta bekk mátti finna hönnuðina Alexander Wang, Riccardo Tici og Anthony Vaccarello. Förðunin var í höndum hinnar einu sönnu Pat McGrath, og var hún í anda Versace eins og oftast; dökkt smokey. Glamour Tíska Mest lesið Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour „Við sjáum ykkur, við heyrum í ykkur og við munum segja ykkar sögur“ Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Hrein húð er heilbrigð húð Glamour Stórir eyrnalokkar og krumpuð jakkaföt fyrir karlana hjá Gucci Glamour Victoria's Secret tískusýning verður haldin í París þetta árið Glamour Óförðuð Kim í spænska Vogue Glamour
Janúar er svo sannarlega ekki leiðinlegur mánuður, því í gær hófust Haute Couture sýningar tískuhúsanna. Það var engin önnur en Donatella Versace sem reið á vaðið og sýndi einfalda litapallettu, sem einkenndist af svörtu og hvítu, rauðum, bláum og gulum, sportlegan fatnað og efnislitla kjóla. Grafísk snið og hnútar voru einnig áberandi. Það kæmi ekki á óvart ef einhver af þessum kjólum myndi rata á rauða dregilinn á Óskarsverðlaununum í lok febrúar, eða að minnsta kosti á dregilinn í Vanity Fair eftirpartýinu. Eins og Donatellu einni er lagið, fékk hún margar af frægustu fyrirsætum heims til að ganga pallana eins og Gigi Hadid, Rosie Huntington-Whiteley, Behati Prinsloo, Irina Shayk, Lara Stone og Natasha Poly. Og á fremsta bekk mátti finna hönnuðina Alexander Wang, Riccardo Tici og Anthony Vaccarello. Förðunin var í höndum hinnar einu sönnu Pat McGrath, og var hún í anda Versace eins og oftast; dökkt smokey.
Glamour Tíska Mest lesið Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour „Við sjáum ykkur, við heyrum í ykkur og við munum segja ykkar sögur“ Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Hrein húð er heilbrigð húð Glamour Stórir eyrnalokkar og krumpuð jakkaföt fyrir karlana hjá Gucci Glamour Victoria's Secret tískusýning verður haldin í París þetta árið Glamour Óförðuð Kim í spænska Vogue Glamour