Lífið

Þjóðhátíðarmyllunni komið fyrir á Austurbæjarbíói

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Verslingar eru uppátækjasamir og hafa breytt ásýnd Austurbæjarbíó næsta mánuðinn.
Verslingar eru uppátækjasamir og hafa breytt ásýnd Austurbæjarbíó næsta mánuðinn. Lára Margrét Arnarsdóttir
Nemendur Verslunarskólans gerðu sér lítið fyrir í dag og hífðu myllu upp á húsnæði Austurbæjarbíós. Þar stendur til að setja upp söngleikinn Moulin Rouge eða Rauðu Mylluna. Myllan er landsfræg en þeir sem hafa farið á Þjóðhátíð í Eyjum ættu að kannast vel við hana.

Í samtali við Vísi sagði Kristján Þór Sigurðsson, formaður Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands, að nemendafélagið hafi haft samband við Þjóðhátíðarnefnd um hvort að mögulega væri hægt að fá mylluna lánað. Það var auðsótt mál og var hún flutt úr Eyjum með Herjólfi.

Með aðstoð lögreglunnar sem lokaði fyrir umferð á Snorrabraut og kranabíls var myllan hífð upp á skyggni fyrir ofan inngang Austurbæjarbíó þar sem sýningar á Moulan Rouge munu hefjast í febrúar.

Gert er ráð fyrir að myllan verði á sínum þangað til í mars þegar sýningum lýkur áður en að hún snýr aftur í dalinn, í tæka tíð fyrir næstu Þjóðhátíð.

Myndir af því þegar Myllan var hífð upp á Austurbæjarbíó má sjá hér fyrir neðan.

Lára Margrét Arnarsdóttir
Lára Margrét Arnarsdóttir
Lára Margrét Arnarsdóttir
Lára Margrét Arnarsdóttir
Lára Margrét Arnarsdóttir
Lára Margrét Arnarsdóttir
Lára Margrét Arnarsdóttir
Lára Margrét Arnarsdóttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×