Lífið

Celine Dion brotnaði niður þegar hún kvaddi René Angélil - Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Erfið stund fyrir Celine Dion og fjölskyldu.
Erfið stund fyrir Celine Dion og fjölskyldu. vísir/getty
Celine Dion átti gríðarlega erfitt með sig þegar hún kvaddi eiginmann sinn René Angélil í Montreal í gær.

Angélil lést fyrir viku, 73 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu eftir áralanga baráttu við krabbamein í hálsi. Mörg hundruð aðdáendur Dion voru mættir fyrir utan Notre-Dame Basilica þegar fjölskylda og vinir kvöddu Angélil.

Celine Dion var klædd í svörtum kjól, með svarta hanska og sat ásamt 14 ára syni sínum, Rene-Charles og móður sinni Therese. René Angélil uppgötvaði Celine Dion þegar hún var aðeins 18 ára og þá var hann 48 ára.

Hann skilur eftir sig sex börn. Bróðir kanadísku söngkonunnar dó úr krabbameini, aðeins tveimur dögum eftir að hún hafði misst eiginmann sinn úr sama sjúkdómi.

Hér að neðan má sjá myndir úr kistulagningunni.

René lést þann 14. janúar.vísir/getty
Kistilagninginn fór fram í Notre-Dame basilíkunni í Montrealvísir/getty
Meðal þeirra sem voru í kistulagningunni er elsti sonur Dion, René-Charles, sem er 14 ára.vísir/getty
Fjöldi fólks var samankominn fyrir utan kirkjuna. Opinber athöfn verður haldin í dag og verður hún í beinni útsendingu.vísir/getty
Celine Dion og René Angelil giftu sig í sömu kirkju í desember árið 1994.vísir/global news
Angielil barðist við krabbamein með hléum frá árinu 1999.vísir/global news
Hér má sjá umfjöllun Entertainment Tonight um kistulagninguna.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×