Framtíð friðar á vinnumarkaði í höndum 80 þúsund félagsmanna ASÍ Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2016 18:48 Launahækkunum á almennum vinnumarkaði verður flýtt á þessu ári frá maí til janúar og laun hækka almennt um rúm sex prósent umfram kjarasamninga sem gerðir voru á síðasta ári á samningstímanum, samkvæmt nýjum samningi á grundvelli SALEK samkomulagsins sem undirritað var síðdegis. Þá verða lífeyrisréttindi á almennum vinnumarkaði færð að réttindum opinberra starfsmanna. Ef samningarnir sem undirritaðir voru í dag verða samþykktir í almennri atkvæðagreiðslu launafólks hefur verið komið í veg fyrir mikla óvissu á vinnumarkaði á vormánuðum að mati forystumanna aðila vinnumarkaðarins.Launahækkanir.Vísir/Stöð 2 Samningurinn felur í sér að laun hækka um 6,2% frá og með 1. janúar síðast liðnum í stað 5,5, prósenta hinn fyrsta 1. maí í vor. Í stað þriggja prósenta hækkunar launa hinn 1. maí á næsta ári hækka laun um 4,5% og í stað tveggja prósenta hækkunar 1. maí 2018 hækka laun um þrjú prósent. Þá verða lífeyrisréttindi á almennum vinnumarkaði í áföngum færð til þess sem þau eru hjá opinberum starfsmönnum þannig að framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð starfsmanna hækkar úr átta prósentum af launum í 11,5 prósent fram til ársins 2018. „Þannig að þetta mun bæði finnast í buddunni en líka á komandi árum í réttindum okkar fólks,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins að lokinni undirskrift í dag. Prósentan umfram það sem búið var að semja um á síðasta ári, hver er hún á samningstímanum?LífeyrisréttindiVísir/Stöð 2„Ég býst við því að kostnaðaráhrif þessara aðgerða á samningstímabilinu liggi á bilinu 6 til 6,5 prósent. Fer svolítið eftir því hvernig kostnaður vegna launaþróunartryggingar sem mun falla út á þessu ári er metinn. En þetta er býsna mikil viðbót sem á að leiða til þess að það verði jafnræði á vinnumarkaðnum varðandi launaþróun,“ segir Gylfi. Stjórnvöld hafa ekki gefið út formlega yfirlýsingu um aðgerðir að þeirra hálfu í tengslum við samningana. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin hins vegar telja sig hafa öruggt loforð stjórnvalda um að þau lækki tryggingagjaldið nægjanlega til að mæta auknum launakostnaði atvinnulífsins við að leiðrétta laun á almennum markaði til samræmis við launahækkanir opinberra starfsmanna. „Við höfum átt samtöl við stjórnvöld núna undanfarna daga og fengið þau vilyrði fyrir mótvægisaðgerðum og lækkun tryggingagjaldsins sér í lagi sem við teljum að muni duga til þess að við treystum okkur til að ganga frá þessum samningum núna,“ segir Þorsteinn. Hafið þið tryggingu fyrir einhverri lækkun á þessu ári? „Já við teljum okkur hafa vilyrði fyrir lækkun á þessu ári og að það verði komið vel til móts við þær kröfur sem við höfum sett fram. En það bíður endanlegs milli aðila um hvernig það verður nákvæmlega útfært,“ segir Þorsteinn. Samningurinn á eftir að fara í atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki í þeim fjölmörgu verkalýðsfélögum sem standa á bakvið samninginn. Forseti ASÍ er bjartsýnn á að samningurinn verði samþykktur. „Já ég er nokkuð bjartsýnn á það. En auðvitað eru það okkar félagsmenn sem á endanum hafa úrskurðarvaldið. Þetta verður þá gert í samræmdri atkvæðagreiðslu. Það er reyndar í fyrsta skipti sem það hefur verið gert í 100 ára sögu Alþýðusambandsins. Að það verði ríflega 80 þúsund manns sem taki afstöðu og dæmi þetta verkefni,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Tengdar fréttir Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum Aðilar vinnumarkaðarins hafa náð saman um nýjan kjarasamning á grundvelli SALEK samkomulagsins og bíða aðgerða stjórnvalda. 19. janúar 2016 13:00 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir sínar í tengslum við SALEK á næstu dögum Fjármálaráðherra segir stöðu fjármála ríkis og sveitarfélaga ekki eins sterka og margir virðist halda. 20. janúar 2016 20:00 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Launahækkunum á almennum vinnumarkaði verður flýtt á þessu ári frá maí til janúar og laun hækka almennt um rúm sex prósent umfram kjarasamninga sem gerðir voru á síðasta ári á samningstímanum, samkvæmt nýjum samningi á grundvelli SALEK samkomulagsins sem undirritað var síðdegis. Þá verða lífeyrisréttindi á almennum vinnumarkaði færð að réttindum opinberra starfsmanna. Ef samningarnir sem undirritaðir voru í dag verða samþykktir í almennri atkvæðagreiðslu launafólks hefur verið komið í veg fyrir mikla óvissu á vinnumarkaði á vormánuðum að mati forystumanna aðila vinnumarkaðarins.Launahækkanir.Vísir/Stöð 2 Samningurinn felur í sér að laun hækka um 6,2% frá og með 1. janúar síðast liðnum í stað 5,5, prósenta hinn fyrsta 1. maí í vor. Í stað þriggja prósenta hækkunar launa hinn 1. maí á næsta ári hækka laun um 4,5% og í stað tveggja prósenta hækkunar 1. maí 2018 hækka laun um þrjú prósent. Þá verða lífeyrisréttindi á almennum vinnumarkaði í áföngum færð til þess sem þau eru hjá opinberum starfsmönnum þannig að framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð starfsmanna hækkar úr átta prósentum af launum í 11,5 prósent fram til ársins 2018. „Þannig að þetta mun bæði finnast í buddunni en líka á komandi árum í réttindum okkar fólks,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins að lokinni undirskrift í dag. Prósentan umfram það sem búið var að semja um á síðasta ári, hver er hún á samningstímanum?LífeyrisréttindiVísir/Stöð 2„Ég býst við því að kostnaðaráhrif þessara aðgerða á samningstímabilinu liggi á bilinu 6 til 6,5 prósent. Fer svolítið eftir því hvernig kostnaður vegna launaþróunartryggingar sem mun falla út á þessu ári er metinn. En þetta er býsna mikil viðbót sem á að leiða til þess að það verði jafnræði á vinnumarkaðnum varðandi launaþróun,“ segir Gylfi. Stjórnvöld hafa ekki gefið út formlega yfirlýsingu um aðgerðir að þeirra hálfu í tengslum við samningana. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin hins vegar telja sig hafa öruggt loforð stjórnvalda um að þau lækki tryggingagjaldið nægjanlega til að mæta auknum launakostnaði atvinnulífsins við að leiðrétta laun á almennum markaði til samræmis við launahækkanir opinberra starfsmanna. „Við höfum átt samtöl við stjórnvöld núna undanfarna daga og fengið þau vilyrði fyrir mótvægisaðgerðum og lækkun tryggingagjaldsins sér í lagi sem við teljum að muni duga til þess að við treystum okkur til að ganga frá þessum samningum núna,“ segir Þorsteinn. Hafið þið tryggingu fyrir einhverri lækkun á þessu ári? „Já við teljum okkur hafa vilyrði fyrir lækkun á þessu ári og að það verði komið vel til móts við þær kröfur sem við höfum sett fram. En það bíður endanlegs milli aðila um hvernig það verður nákvæmlega útfært,“ segir Þorsteinn. Samningurinn á eftir að fara í atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki í þeim fjölmörgu verkalýðsfélögum sem standa á bakvið samninginn. Forseti ASÍ er bjartsýnn á að samningurinn verði samþykktur. „Já ég er nokkuð bjartsýnn á það. En auðvitað eru það okkar félagsmenn sem á endanum hafa úrskurðarvaldið. Þetta verður þá gert í samræmdri atkvæðagreiðslu. Það er reyndar í fyrsta skipti sem það hefur verið gert í 100 ára sögu Alþýðusambandsins. Að það verði ríflega 80 þúsund manns sem taki afstöðu og dæmi þetta verkefni,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.
Tengdar fréttir Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum Aðilar vinnumarkaðarins hafa náð saman um nýjan kjarasamning á grundvelli SALEK samkomulagsins og bíða aðgerða stjórnvalda. 19. janúar 2016 13:00 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir sínar í tengslum við SALEK á næstu dögum Fjármálaráðherra segir stöðu fjármála ríkis og sveitarfélaga ekki eins sterka og margir virðist halda. 20. janúar 2016 20:00 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum Aðilar vinnumarkaðarins hafa náð saman um nýjan kjarasamning á grundvelli SALEK samkomulagsins og bíða aðgerða stjórnvalda. 19. janúar 2016 13:00
Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir sínar í tengslum við SALEK á næstu dögum Fjármálaráðherra segir stöðu fjármála ríkis og sveitarfélaga ekki eins sterka og margir virðist halda. 20. janúar 2016 20:00