Viðskipti innlent

Búið að skrifa undir SALEK-samkomulagið

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá undirrituninni.
Frá undirrituninni. Mynd/ASÍ
Búið er að skrifa undir kjarasamning Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Samningurinn hefur verið kallaður SALEK-samkomulagið. Samningurinn gildir frá 1. janúar til 31. desember 2018. Á næstu dögum verður kynnt atkvæðagreiðsla, en henni þarf að vera lokið fyrir 26. febrúar.

Í ár mun 6,2 prósenta almenn launahækkun taka gildi, að lágmarki 15 þúsund krónur á mánuði, í stað 5,5 prósenta launaþróunartryggingar. Launahækkunin kemur til framkvæmda 1. janúar.

Þann 1. maí 2017 verður framkvæmd almenn launahækkun um 4,5 prósent. Ári seinna verður almenn launahækkun þrjú prósent.

„Við teljum að kjarasamningurinn feli í sér verulegar viðbætur við þær hækkanir sem samið var um á síðasta ári fyrir félagsmenn,“ segir á vef ASÍ

Lífeyrisréttindi breytast einnig og hækkar framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð. Þann 1. júní í ár hækkar framlagið um hálft prósentustig og verður 8,5 prósent. Ári seinna hækkar það um 1,5 prósentustig og sama hækkunin endurtekur sig 2018 svo framlag atvinnurekenda verður 11,5 prósent.

Samninginn í heild sinni má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×