Upphaflega hét hún Cheryl Tweedy en þegar hún giftist knattspyrnumanninum Ashley Cole tók hún upp eftirnafnið hans. Þau voru gift á árunum 2006-2010 og voru eitt þekktasta parið á Bretlandseyjum en Cheryl komst fyrst sjónarsviðið þegar hún var í hljómsveitinni Girls Aloud á sínum tíma.
Frakkinn Jean-Bernard Fernandez-Versini og hún giftu sig síðan árið 2014 og nú er sambandið þeirra komið á endastöð. Gríðarlega mikið er fjallað um Cheryl í breskum miðlum og þykir hún ein allra stærsta stjarnan í landinu.