Drægni BMW i3 eykst um 50% Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2016 09:10 BMW i3 rafmagnsbíllinn. Rafhlöður í rafmagns- og tvinnbílum fara sífellt batnandi og drægni þeirra eykst fyrir vikið hröðum skrefum og yfirleitt án þess að þyngja þurfi bílana með umfangsmeiri raflöðum. Það á svo sannarlega við litla rafmagnsbílinn i3 frá BMW sem mun fá 50% aukið drægi með nýrri og betri rafhlöðum í sumar og getur með þeim komist 193 kílómetra á fullri hleðslu en komst áður 130 km. Það þýðir að BMW i3 hefur meira drægi en núverandi kynslóð Nissan Leaf, sem reyndar er einnig að fá nýjar og langdrægari rafhlöður. BMW fór í sölu árið 2014 og selst fyrir 34.950 evrur í heimalandinu Þýskalandi, eða um 5 milljónir króna. Fáir BMW i3 bílar hafa verið fluttir hingað til lands en þó einhverjir. BMW seldi 24.057 í heiminum öllum og jók sölu hans um 50% frá árinu áður. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent
Rafhlöður í rafmagns- og tvinnbílum fara sífellt batnandi og drægni þeirra eykst fyrir vikið hröðum skrefum og yfirleitt án þess að þyngja þurfi bílana með umfangsmeiri raflöðum. Það á svo sannarlega við litla rafmagnsbílinn i3 frá BMW sem mun fá 50% aukið drægi með nýrri og betri rafhlöðum í sumar og getur með þeim komist 193 kílómetra á fullri hleðslu en komst áður 130 km. Það þýðir að BMW i3 hefur meira drægi en núverandi kynslóð Nissan Leaf, sem reyndar er einnig að fá nýjar og langdrægari rafhlöður. BMW fór í sölu árið 2014 og selst fyrir 34.950 evrur í heimalandinu Þýskalandi, eða um 5 milljónir króna. Fáir BMW i3 bílar hafa verið fluttir hingað til lands en þó einhverjir. BMW seldi 24.057 í heiminum öllum og jók sölu hans um 50% frá árinu áður.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent