Hafið yfir skynsamlegan vafa að „Óli“ sé Ólafur Ólafsson Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2016 17:07 Ólafur Ólafsson afplánar nú dóm á Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins. vísir/vilhelm Að mati endurupptökunefndar er það hafið yfir skynsamlegan vafa að sá „Óli“ sem þeir Bjarnfreður Ólafsson og Eggert Hilmarsson ræða um í símtali þann 17. september 2008 sé Ólafur Ólafsson sem var einn stærsti eigandi Kaupþings fyrir hrun og afplánar nú fjögurra og hálfs árs langan fangelsisdóm vegna Al Thani-málsins. Nefndin hafnaði þann 26. janúar síðastliðinn beiðni Ólafs um að taka málið upp að nýju. Símtalið er hluti af gögnum málsins en beiðni Ólafs byggði meðal annars á því að hann taldi að Hæstiréttur hefði lagt rangt mat á símtal þeirra Bjarnfreðs og Eggerts, þar sem Bjarnfreður vísar til samtals við ótilgreindan mann sem kallaður var „Óli“, um tiltekna þætti Al Thani-viðskiptanna. Vildi Ólafur meina að umræddur „Óli“ væri ekki hann heldur Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, lögmaður, en óumdeilt er að hann veitti Bjarnfreði lögfræðiráðgjöf vegna viðskiptanna. Í úrskurði endurupptökunefndar er hluti símtalsins þann 17. september rakinn, líkt og gert er í dómi Hæstaréttar. Í símtalinu kveðst Bjarnfreður vera „búinn að nefna það við Óla sko að það yrði Kýpur félag fyrir ofan [...]“ og [...] hvort að það væri sko flöggun á honum sko.“ Eggert svarar því þá til að „það var næsta atriði af því hann er náttúrulega þarna inn í Eglu og allt það sko.“ Um þetta segir í úrskurði nefndarinnar: „Hvorki getur verið flöggun á Ólafi Arinbirni, né mun hann hafa verið inni í Eglu. Einnig kemur fram hjá Eggerti að „hann má ekki flagga, við viljum bara að Quatarinn flaggi og enginn annar [...]“ og síðar að „Ólafur náttúrulega á að fá part sinn í kökunni sko.“ Bersýnilegt er að þarna er ekki átt við Ólaf Arinbjörn.“ Þá telur endurupptökunefnd það ekki standast skoðun að átt sé við Ólaf Arinbjörn í símtalinu þann 17. september þar sem hann og Bjarnfreður hafi ekki rætt saman um mögulega flöggunarskyldu vegna aðkomu Ólafs Ólafssonar fyrr en eftir að Eggert og Bjarnfreður ræddu saman í síma: „Fær því ekki staðist sú röksemd endurupptökubeiðanda að í símtalinu hinn 17. september hafi Bjarnfreður rætt um Ólaf Arinbjörn sem „Óla.“ Breytir yfirlýsing Bjarnfreðs sem lög var fram fyrir endurupptökunefnd ekki þeirri niðurstöðu. Á grundvelli framangreinds er að mati endurupptökunefndar hafið yfir skynsamlegan vafa að sá „Óli“ sem Bjarnfreður kallar svo í símtalinu frá 17. september 2008 og Eggert kallar „Ólaf“ er endurupptökubeiðandi Ólafur Ólafsson.“ Tengdar fréttir Endurupptökunefnd hafnar beiðni Ólafs Ólafssonar um endurupptöku Al Thani-málsins Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðni Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs langt fangelsi í Al Thani-málinu um að málið verði tekið upp aftur. 9. febrúar 2016 11:28 Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. 17. maí 2015 10:43 Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00 Rangt mat sönnunargagna þarf að hafa haft áhrif á niðurstöðuna Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. 17. maí 2015 19:00 Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Að mati endurupptökunefndar er það hafið yfir skynsamlegan vafa að sá „Óli“ sem þeir Bjarnfreður Ólafsson og Eggert Hilmarsson ræða um í símtali þann 17. september 2008 sé Ólafur Ólafsson sem var einn stærsti eigandi Kaupþings fyrir hrun og afplánar nú fjögurra og hálfs árs langan fangelsisdóm vegna Al Thani-málsins. Nefndin hafnaði þann 26. janúar síðastliðinn beiðni Ólafs um að taka málið upp að nýju. Símtalið er hluti af gögnum málsins en beiðni Ólafs byggði meðal annars á því að hann taldi að Hæstiréttur hefði lagt rangt mat á símtal þeirra Bjarnfreðs og Eggerts, þar sem Bjarnfreður vísar til samtals við ótilgreindan mann sem kallaður var „Óli“, um tiltekna þætti Al Thani-viðskiptanna. Vildi Ólafur meina að umræddur „Óli“ væri ekki hann heldur Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, lögmaður, en óumdeilt er að hann veitti Bjarnfreði lögfræðiráðgjöf vegna viðskiptanna. Í úrskurði endurupptökunefndar er hluti símtalsins þann 17. september rakinn, líkt og gert er í dómi Hæstaréttar. Í símtalinu kveðst Bjarnfreður vera „búinn að nefna það við Óla sko að það yrði Kýpur félag fyrir ofan [...]“ og [...] hvort að það væri sko flöggun á honum sko.“ Eggert svarar því þá til að „það var næsta atriði af því hann er náttúrulega þarna inn í Eglu og allt það sko.“ Um þetta segir í úrskurði nefndarinnar: „Hvorki getur verið flöggun á Ólafi Arinbirni, né mun hann hafa verið inni í Eglu. Einnig kemur fram hjá Eggerti að „hann má ekki flagga, við viljum bara að Quatarinn flaggi og enginn annar [...]“ og síðar að „Ólafur náttúrulega á að fá part sinn í kökunni sko.“ Bersýnilegt er að þarna er ekki átt við Ólaf Arinbjörn.“ Þá telur endurupptökunefnd það ekki standast skoðun að átt sé við Ólaf Arinbjörn í símtalinu þann 17. september þar sem hann og Bjarnfreður hafi ekki rætt saman um mögulega flöggunarskyldu vegna aðkomu Ólafs Ólafssonar fyrr en eftir að Eggert og Bjarnfreður ræddu saman í síma: „Fær því ekki staðist sú röksemd endurupptökubeiðanda að í símtalinu hinn 17. september hafi Bjarnfreður rætt um Ólaf Arinbjörn sem „Óla.“ Breytir yfirlýsing Bjarnfreðs sem lög var fram fyrir endurupptökunefnd ekki þeirri niðurstöðu. Á grundvelli framangreinds er að mati endurupptökunefndar hafið yfir skynsamlegan vafa að sá „Óli“ sem Bjarnfreður kallar svo í símtalinu frá 17. september 2008 og Eggert kallar „Ólaf“ er endurupptökubeiðandi Ólafur Ólafsson.“
Tengdar fréttir Endurupptökunefnd hafnar beiðni Ólafs Ólafssonar um endurupptöku Al Thani-málsins Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðni Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs langt fangelsi í Al Thani-málinu um að málið verði tekið upp aftur. 9. febrúar 2016 11:28 Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. 17. maí 2015 10:43 Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00 Rangt mat sönnunargagna þarf að hafa haft áhrif á niðurstöðuna Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. 17. maí 2015 19:00 Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Endurupptökunefnd hafnar beiðni Ólafs Ólafssonar um endurupptöku Al Thani-málsins Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðni Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs langt fangelsi í Al Thani-málinu um að málið verði tekið upp aftur. 9. febrúar 2016 11:28
Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. 17. maí 2015 10:43
Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00
Rangt mat sönnunargagna þarf að hafa haft áhrif á niðurstöðuna Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. 17. maí 2015 19:00