Endurupptökunefnd hafnar beiðni Ólafs Ólafssonar um endurupptöku Al Thani-málsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2016 11:28 Ólafur Ólafsson vísir/vilhelm Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðni Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs langt fangelsi í Al Thani-málinu um að málið verði tekið upp aftur. Ólafur fór fram á að málið yrði tekið upp að nýju þar sem hann taldi að sönnunargögn í málinu hefðu verið ranglega metin. Að mati hans lagði Hæstiréttur rangt mat á símtal tveggja manna, þar sem annar vísar til samtals við ótilgreindan mann sem kallaður var „Óli“, um tiltekna þætti viðskiptanna sem málið tók til. Þá taldi Ólafur jafnframt að í dóminum hafi setið dómarar sem voru vanhæfir vegna tengsla ættingja þeirra við slitastjórn Kaupþings. Í yfirlýsingu sem Ólafur sendi frá sér í dag kemur fram að það séu honum og fjölskyldu hans „veruleg vonbrigði“ að endurupptökunefnd hafi hafnað beiðni hans. „Það er grundvallaratriði þegar einstaklingur er dæmdur í fangelsi að ekki sé ástæða til að véfengja hæfi dómara og að niðurstaðan byggi á réttu mati á gögnum málsins,“ segir í yfirlýsingu Ólafs. Þar kemur jafnframt fram að Ólafur telur rökstuðning endurupptökunefndar fyrir niðurstöðu sinni ófullnægjandi. „Nefndin gerir ekki fullnægjandi greinarmun á því um hvaða Ólaf viðskiptin snúast og við hvaða Ólaf sá sem talar kveðst hafa rætt. Slíkur vafi er uppi um hvort mat Hæstaréttar á efni símtalsins er rétt að nefndinni hefði borið að fallast á beiðni um endurupptöku til þess að úr því yrði skorið. Endurupptökunefnd hafnar hins vegar beiðni um endurupptöku þrátt fyrir að óumdeilt sé að mati Ólafs, að fullnægt sé því skilyrði laganna fyrir endurupptöku, að verulegar líkur séu á að umrædd sönnunargögn hafi verið rangt metin þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu málsins.“ Yfirlýsingu Ólafs má nálgast í viðhenginu hér að neðan. Tengdar fréttir Kaupþingsmenn: Stærstu mistökin að hafa treyst á kerfið Kaupþingsmenn segja fangelsismálastjóra reyna að draga fram þá mynd að um sé að ræða gjörsamlega siðspillta menn. 12. janúar 2016 20:34 Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðni Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs langt fangelsi í Al Thani-málinu um að málið verði tekið upp aftur. Ólafur fór fram á að málið yrði tekið upp að nýju þar sem hann taldi að sönnunargögn í málinu hefðu verið ranglega metin. Að mati hans lagði Hæstiréttur rangt mat á símtal tveggja manna, þar sem annar vísar til samtals við ótilgreindan mann sem kallaður var „Óli“, um tiltekna þætti viðskiptanna sem málið tók til. Þá taldi Ólafur jafnframt að í dóminum hafi setið dómarar sem voru vanhæfir vegna tengsla ættingja þeirra við slitastjórn Kaupþings. Í yfirlýsingu sem Ólafur sendi frá sér í dag kemur fram að það séu honum og fjölskyldu hans „veruleg vonbrigði“ að endurupptökunefnd hafi hafnað beiðni hans. „Það er grundvallaratriði þegar einstaklingur er dæmdur í fangelsi að ekki sé ástæða til að véfengja hæfi dómara og að niðurstaðan byggi á réttu mati á gögnum málsins,“ segir í yfirlýsingu Ólafs. Þar kemur jafnframt fram að Ólafur telur rökstuðning endurupptökunefndar fyrir niðurstöðu sinni ófullnægjandi. „Nefndin gerir ekki fullnægjandi greinarmun á því um hvaða Ólaf viðskiptin snúast og við hvaða Ólaf sá sem talar kveðst hafa rætt. Slíkur vafi er uppi um hvort mat Hæstaréttar á efni símtalsins er rétt að nefndinni hefði borið að fallast á beiðni um endurupptöku til þess að úr því yrði skorið. Endurupptökunefnd hafnar hins vegar beiðni um endurupptöku þrátt fyrir að óumdeilt sé að mati Ólafs, að fullnægt sé því skilyrði laganna fyrir endurupptöku, að verulegar líkur séu á að umrædd sönnunargögn hafi verið rangt metin þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu málsins.“ Yfirlýsingu Ólafs má nálgast í viðhenginu hér að neðan.
Tengdar fréttir Kaupþingsmenn: Stærstu mistökin að hafa treyst á kerfið Kaupþingsmenn segja fangelsismálastjóra reyna að draga fram þá mynd að um sé að ræða gjörsamlega siðspillta menn. 12. janúar 2016 20:34 Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Kaupþingsmenn: Stærstu mistökin að hafa treyst á kerfið Kaupþingsmenn segja fangelsismálastjóra reyna að draga fram þá mynd að um sé að ræða gjörsamlega siðspillta menn. 12. janúar 2016 20:34
Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00