Heimsins hraðasta rafskutla á 173 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2016 09:41 Rafskutlur eru ekki hannaðar til að fara ýkja hratt og þessi skutla var upphaflega hönnuð með 13 km hámarkshraða. En þeir David Anderson og Mathew Hine frá Isle of Man juku aðeins við afl hennar og náði hún fyrir vikið 173 km hraða og í leiðinni heimsmetinu í röðum rafskutla. Þeir félagar skelltu 80 hestafla, fjögurra strokka og vatnskældri Suzuki mótorhjólavél í skutluna og með henni þrettánfaldaðist hámarkshraðinn og upptakan varð ári skemmtileg. Fyrri hraðaheimsmet rafskutla var 132 km, svo um mikla bætingu var um að ræða. Ekki dugði að bæta þessum öfluga mótor í skutluna, skipta þurfti um hjól á henni og settu þeir undir hjól af go-cart bíl og styrkja þurfti að auki burðargrind skutlunnar. Heimsmetið var reyndar sett árið 2014 en heimsmetabók Guinness viðurkenndi ekki heimsmetið fyrr en fyrir stuttu. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent
Rafskutlur eru ekki hannaðar til að fara ýkja hratt og þessi skutla var upphaflega hönnuð með 13 km hámarkshraða. En þeir David Anderson og Mathew Hine frá Isle of Man juku aðeins við afl hennar og náði hún fyrir vikið 173 km hraða og í leiðinni heimsmetinu í röðum rafskutla. Þeir félagar skelltu 80 hestafla, fjögurra strokka og vatnskældri Suzuki mótorhjólavél í skutluna og með henni þrettánfaldaðist hámarkshraðinn og upptakan varð ári skemmtileg. Fyrri hraðaheimsmet rafskutla var 132 km, svo um mikla bætingu var um að ræða. Ekki dugði að bæta þessum öfluga mótor í skutluna, skipta þurfti um hjól á henni og settu þeir undir hjól af go-cart bíl og styrkja þurfti að auki burðargrind skutlunnar. Heimsmetið var reyndar sett árið 2014 en heimsmetabók Guinness viðurkenndi ekki heimsmetið fyrr en fyrir stuttu.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent