Litríkasta atriði kvöldsins í Ísland got talent var án efa frá Natthawat og félögum sem stigu á stokk og dönsuðu og sungu fyrir alþjóð.
Hópurinn samanstóð af átta listamönnum sem allir voru íklæddir tælenskum skrautklæðnaði.
Það fór ekki á milli mála að atriðið lagðist vel í áhorfendur, sem og dómara, sem tóku gleðinni og litadýrðinni fagnandi.
Það stóð því ekki á svörunum þegar framtíð Natthawat í keppninni voru ákveðin: Fjögur stór „Já“ frá dómnefndinni.
Ísland Got Talent: Gleði og litadýrð í fyrirrúmi hjá Natthawat
Stefán Ó. Jónsson skrifar