Það var Bubbi sem lagði Þórunni Antoníu í einelti Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. febrúar 2016 11:55 Bubbi hefur stigið fram. Það var hann sem gerði Þórunni lífið leitt. vísir/andri Marinó Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens gengst við því að vera sá sem Þórunn Antonía söngkona segir að hafi lagt sig í einelti á meðan fyrstu þáttaröð af Ísland Got Talent stóð yfir. Hann biður hana afsökunar í löngum pistli á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist þegar hafa áður beðið hana afsökunar í tvígang. Bubbi, sem var meðdómari hennar í þáttunum vinsælu, segir að um hafi verið að ræða tvö tilvik sem einkenndust af asnaskap og fíflagangi. Í annað skipti hafi verið um að ræða „asnalega athugasemd“ sem átti að vera brandari um hvort Þórunn eða Auðunn Blöndal, sem var kynnir þáttanna, yrði betra foreldri. Bubbi sagðist telja Auðunn vera það en á þessum tíma var Þórunn ólétt.Sjá einnig viðtalið við Þórunni Antoníu: Mér fannst ég einskis virðiSjálfur segist Bubbi ekki hafa vitað af því þegar þessi brandari var sagður. Hann hafi á sama tíma sagt að „skemmtiiðnaðurinn væri ekki hrifin að hafa ófrískar konur á skjánum“ en ítrekar að þetta hafi verið sagt við aðstæður þar sem fólk var að „hlæja og fíflast.“ Bubbi segir Þorgerði Katrínu hafa þá upplýst sig um að Þórunn hafi verið ólétt og að sú síðarnefnda hafi tekið þessi ummæli hans nærri sér.Bubbi segist hafa barist gegn því að Þórunni Antoníu yrði skipt út fyrir Selmu Björnsdóttur.Síðara atvikið hafi lýst sér í því, eins og Þórunn greinir frá í viðtali sínu við Fréttablaðið í morgun, að Bubbi hafi kastað að henni súkkulaðimolum þegar þau voru að fíflast á leið í upptöku. Hann segist hafa skrifað henni bréf í kjölfarið eftir að hann hafði fengið veður af því að Þórunn hafi tekið atvikið nærri sér. Þá bætir hann við að hann hafi barist fyrir því að hún fengi að vera áfram með í þáttunum, en eins og kunnugt er var Þórunni skipt út fyrir söngkonuna Selmu Björnsdóttur sem tók sæti hennar í dómarakvartettnum. „Mér þykir það afskaplega leiðinlegt að hún hafi upplifað samskipti okkar á þennan máta,“ segir Bubbi og vonast til að samstarfsfólk þeirra geti vitnað til um það. Hann segir málið allt undirstrika hvað fólk getur upplifað hluti með mismunandi hætti og að hann hefði aldrei sagt „þennan misheppnaða brandara“ hefði hann vitað að Þórunn væri þunguð. „Þá er ég búin að biðja Þórunni afsökunar á þessu í tvígang og hér með í þriðja sinn,“ segir Bubbi, fullur iðrunar. Ísland Got Talent Tengdar fréttir Mér fannst ég einskis virði Þórunn Antonía Magnúsdóttir leggur sig fram við að fletta ofan af glansmyndunum, sem kaffæra samfélagið, á síðunni Góða systir. Henni finnst siðferðisleg skylda sín að tala um sligandi þunglyndið, óvæntan atvinnumissinn á meðgöng 6. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens gengst við því að vera sá sem Þórunn Antonía söngkona segir að hafi lagt sig í einelti á meðan fyrstu þáttaröð af Ísland Got Talent stóð yfir. Hann biður hana afsökunar í löngum pistli á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist þegar hafa áður beðið hana afsökunar í tvígang. Bubbi, sem var meðdómari hennar í þáttunum vinsælu, segir að um hafi verið að ræða tvö tilvik sem einkenndust af asnaskap og fíflagangi. Í annað skipti hafi verið um að ræða „asnalega athugasemd“ sem átti að vera brandari um hvort Þórunn eða Auðunn Blöndal, sem var kynnir þáttanna, yrði betra foreldri. Bubbi sagðist telja Auðunn vera það en á þessum tíma var Þórunn ólétt.Sjá einnig viðtalið við Þórunni Antoníu: Mér fannst ég einskis virðiSjálfur segist Bubbi ekki hafa vitað af því þegar þessi brandari var sagður. Hann hafi á sama tíma sagt að „skemmtiiðnaðurinn væri ekki hrifin að hafa ófrískar konur á skjánum“ en ítrekar að þetta hafi verið sagt við aðstæður þar sem fólk var að „hlæja og fíflast.“ Bubbi segir Þorgerði Katrínu hafa þá upplýst sig um að Þórunn hafi verið ólétt og að sú síðarnefnda hafi tekið þessi ummæli hans nærri sér.Bubbi segist hafa barist gegn því að Þórunni Antoníu yrði skipt út fyrir Selmu Björnsdóttur.Síðara atvikið hafi lýst sér í því, eins og Þórunn greinir frá í viðtali sínu við Fréttablaðið í morgun, að Bubbi hafi kastað að henni súkkulaðimolum þegar þau voru að fíflast á leið í upptöku. Hann segist hafa skrifað henni bréf í kjölfarið eftir að hann hafði fengið veður af því að Þórunn hafi tekið atvikið nærri sér. Þá bætir hann við að hann hafi barist fyrir því að hún fengi að vera áfram með í þáttunum, en eins og kunnugt er var Þórunni skipt út fyrir söngkonuna Selmu Björnsdóttur sem tók sæti hennar í dómarakvartettnum. „Mér þykir það afskaplega leiðinlegt að hún hafi upplifað samskipti okkar á þennan máta,“ segir Bubbi og vonast til að samstarfsfólk þeirra geti vitnað til um það. Hann segir málið allt undirstrika hvað fólk getur upplifað hluti með mismunandi hætti og að hann hefði aldrei sagt „þennan misheppnaða brandara“ hefði hann vitað að Þórunn væri þunguð. „Þá er ég búin að biðja Þórunni afsökunar á þessu í tvígang og hér með í þriðja sinn,“ segir Bubbi, fullur iðrunar.
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Mér fannst ég einskis virði Þórunn Antonía Magnúsdóttir leggur sig fram við að fletta ofan af glansmyndunum, sem kaffæra samfélagið, á síðunni Góða systir. Henni finnst siðferðisleg skylda sín að tala um sligandi þunglyndið, óvæntan atvinnumissinn á meðgöng 6. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Mér fannst ég einskis virði Þórunn Antonía Magnúsdóttir leggur sig fram við að fletta ofan af glansmyndunum, sem kaffæra samfélagið, á síðunni Góða systir. Henni finnst siðferðisleg skylda sín að tala um sligandi þunglyndið, óvæntan atvinnumissinn á meðgöng 6. febrúar 2016 07:00