Réttir frá öllum löndum heims 6. febrúar 2016 14:00 Harpa heldur úti matarblogginu Eldhúsatlasinn þar sem finna má uppskriftir að hefðbundnum grænmetisréttum eða kjötlausum réttum frá 196 löndum. VILHELM Eldhúsatlasinn er matarblogg sem var meistaraverkefni Hörpu Stefánsdóttur í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. „Hugmyndin á bak við vefsíðuna er að minnka kjötneyslu í þágu dýraverndar og umhverfisverndar. Tilgangurinn með Eldhúsatlasnum er að finna og elda uppskriftir að hefðbundnum grænmetisréttum eða kjötlausum réttum frá 196 löndum, aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna auk Palestínu, Vestur-Sahara og Tíbets sem ég ákvað að hafa með þar sem þessi ríki eru öll í sjálfstæðisbaráttu. Mig langaði að sýna fólki að grænmetisréttir geta verið fjölbreyttir og skemmtilegir. Það þarf ekki að vera leiðinlegt að minnka kjötneyslu vegna þess að grænmetisréttir eru æðislegir,“ segir Harpa og brosir. Mikil vinna liggur að baki hverri uppskrift á Eldhúsatlasnum og leggur Harpa mikið upp úr ljósmyndum. „Ég byrja á því að velja mér land, fer svo á stúfana og reyni að finna hentuga uppskrift ýmist á netinu, í blöðum eða bókum. Þetta eru oftast hefðbundnir réttir frá hverju landi fyrir sig þannig að ég sem uppskriftirnar venjulega ekki sjálf nema að litlu leyti. Það er samt auðvitað alltaf eitthvað sem kemur frá manni sjálfum, litlar breytingar á uppskrift og hráefnum. Stundum breyti ég hefðbundnum uppskriftum hins vegar í vegan uppskriftir og þá er ég í raun að búa til uppskriftina sjálf. Ég elda og prófa alla réttina og legg mikla vinnu í ljósmyndunina þannig að það fer meira en heill vinnudagur í hverja uppskrift,“ lýsir Harpa. Hún reiknar því með að verkefnið taki um fimm ár en hún á eftir að finna 179 uppskriftir af þeim 196 sem verða á síðunni. Allir réttirnir sem Harpa hefur eldað nú þegar hafa heppnast vel. „Þetta hefur allt verið gott og þá sérstaklega indónesískt salat sem heitir Gado Gado. „Salatið er hefðbundinn götumatur í Indónesíu. Annars hefur þetta verið skemmtilegt verkefni bæði fyrir mig og manninn minn. Það er skemmtilegt hvað þetta er fjölbreytt og mikið af réttum sem maður hefur aldrei rekist á eða heyrt um. Það eru margir sem halda að grænmetisfæði sé svo einhæft en það er alls ekki raunin og það er einmitt ástæðan fyrir að mig langaði að gera þetta,“ útskýrir Harpa. Hún hætti sjálf að borða kjöt árið 2007 af dýraverndarástæðum fyrst og fremst. „Hugmyndin með Eldhúsatlasnum er ekki heilsutengd, heldur á síðan að sýna fram á hvað við getum gert til að draga úr þeirri mengun sem hlýst af kjötneyslu og hvað er hægt að gera til að stuðla að dýravernd með því að draga úr kjötneyslu. Ég legg ekkert sérstaklega upp úr því að réttirnir séu heilsusamlegir þó þeir séu það nú yfirleitt.“ Harpa gefur hér uppskrift að sýrlenskri ídýfu, muhammara, sem er bragðmikil og matarmikil ídýfa úr grilluðum paprikum, valhnetum og granateplasírópi. Hún segir sniðugt að nota hana í staðinn fyrir hummus. Muhammara, sýrlensk ídýfa 3 rauðar paprikur 50 g valhnetur 1 dl góð brauðmylsna 1-2 hvítlauksgeirar 1 msk. sítrónusafi 2 tsk. granateplasíróp (fæst í Istanbul Market í Ármúla) ½ tsk. cumin (má sleppa) ½ tsk. chiliflögur 2 msk. ólífuolía Salt eftir smekkByrjið á því að hita ofninn í 200°C. Ristið valhneturnar létt í ofninum en varist að láta þær dökkna mikið. Nuddið hýðið af þeim með viskustykki. Þannig losnið þið við beiskjuna í hnetunum. Hitið því næst grillið í ofninum og grillið paprikurnar. Setjið öll innihaldsefnin í matvinnsluvél eða blandara og maukið vel og vandlega. Smakkið til með sítrónusafa, hvítlauk, salti og kryddi. Skreytið með granateplakjörnum, ristuðum hnetum og steinselju og berið fram með góðu brauði.Fleiri uppskriftir Hörpu má finna á Eldhúsatlasinn. Grænmetisréttir Uppskriftir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Eldhúsatlasinn er matarblogg sem var meistaraverkefni Hörpu Stefánsdóttur í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. „Hugmyndin á bak við vefsíðuna er að minnka kjötneyslu í þágu dýraverndar og umhverfisverndar. Tilgangurinn með Eldhúsatlasnum er að finna og elda uppskriftir að hefðbundnum grænmetisréttum eða kjötlausum réttum frá 196 löndum, aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna auk Palestínu, Vestur-Sahara og Tíbets sem ég ákvað að hafa með þar sem þessi ríki eru öll í sjálfstæðisbaráttu. Mig langaði að sýna fólki að grænmetisréttir geta verið fjölbreyttir og skemmtilegir. Það þarf ekki að vera leiðinlegt að minnka kjötneyslu vegna þess að grænmetisréttir eru æðislegir,“ segir Harpa og brosir. Mikil vinna liggur að baki hverri uppskrift á Eldhúsatlasnum og leggur Harpa mikið upp úr ljósmyndum. „Ég byrja á því að velja mér land, fer svo á stúfana og reyni að finna hentuga uppskrift ýmist á netinu, í blöðum eða bókum. Þetta eru oftast hefðbundnir réttir frá hverju landi fyrir sig þannig að ég sem uppskriftirnar venjulega ekki sjálf nema að litlu leyti. Það er samt auðvitað alltaf eitthvað sem kemur frá manni sjálfum, litlar breytingar á uppskrift og hráefnum. Stundum breyti ég hefðbundnum uppskriftum hins vegar í vegan uppskriftir og þá er ég í raun að búa til uppskriftina sjálf. Ég elda og prófa alla réttina og legg mikla vinnu í ljósmyndunina þannig að það fer meira en heill vinnudagur í hverja uppskrift,“ lýsir Harpa. Hún reiknar því með að verkefnið taki um fimm ár en hún á eftir að finna 179 uppskriftir af þeim 196 sem verða á síðunni. Allir réttirnir sem Harpa hefur eldað nú þegar hafa heppnast vel. „Þetta hefur allt verið gott og þá sérstaklega indónesískt salat sem heitir Gado Gado. „Salatið er hefðbundinn götumatur í Indónesíu. Annars hefur þetta verið skemmtilegt verkefni bæði fyrir mig og manninn minn. Það er skemmtilegt hvað þetta er fjölbreytt og mikið af réttum sem maður hefur aldrei rekist á eða heyrt um. Það eru margir sem halda að grænmetisfæði sé svo einhæft en það er alls ekki raunin og það er einmitt ástæðan fyrir að mig langaði að gera þetta,“ útskýrir Harpa. Hún hætti sjálf að borða kjöt árið 2007 af dýraverndarástæðum fyrst og fremst. „Hugmyndin með Eldhúsatlasnum er ekki heilsutengd, heldur á síðan að sýna fram á hvað við getum gert til að draga úr þeirri mengun sem hlýst af kjötneyslu og hvað er hægt að gera til að stuðla að dýravernd með því að draga úr kjötneyslu. Ég legg ekkert sérstaklega upp úr því að réttirnir séu heilsusamlegir þó þeir séu það nú yfirleitt.“ Harpa gefur hér uppskrift að sýrlenskri ídýfu, muhammara, sem er bragðmikil og matarmikil ídýfa úr grilluðum paprikum, valhnetum og granateplasírópi. Hún segir sniðugt að nota hana í staðinn fyrir hummus. Muhammara, sýrlensk ídýfa 3 rauðar paprikur 50 g valhnetur 1 dl góð brauðmylsna 1-2 hvítlauksgeirar 1 msk. sítrónusafi 2 tsk. granateplasíróp (fæst í Istanbul Market í Ármúla) ½ tsk. cumin (má sleppa) ½ tsk. chiliflögur 2 msk. ólífuolía Salt eftir smekkByrjið á því að hita ofninn í 200°C. Ristið valhneturnar létt í ofninum en varist að láta þær dökkna mikið. Nuddið hýðið af þeim með viskustykki. Þannig losnið þið við beiskjuna í hnetunum. Hitið því næst grillið í ofninum og grillið paprikurnar. Setjið öll innihaldsefnin í matvinnsluvél eða blandara og maukið vel og vandlega. Smakkið til með sítrónusafa, hvítlauk, salti og kryddi. Skreytið með granateplakjörnum, ristuðum hnetum og steinselju og berið fram með góðu brauði.Fleiri uppskriftir Hörpu má finna á Eldhúsatlasinn.
Grænmetisréttir Uppskriftir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira