Umjöfllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 26-22 | Haukar einir á toppnum Guðmundur Marinó Ingvarsson í Schenker-höllinni skrifar 4. febrúar 2016 14:55 Adam Haukur Baumruk, leikmaður Hauka. vísir/vilhelm Haukar eru aftur einir í efsta sæti Olís deildar karla í handbolta eftir 26-22 sigur á Aftureldingu á heimavelli. Haukar voru 13-12 yfir í hálfleik. Haukar voru yfir nánast allan leikinn fyrir utan stuttan kafla seint í fyrri hálfleik. Engu að síður var mikil undirliggjandi spenna í leiknum og Afturelding aldrei langt undan. Bæði lið léku fínan varnarleik en sóknarleikurinn var á köflum ryðgaður og gerðu leikmenn beggja liða sig sem um klaufaleg mistök og það nokkuð af þeim. Haukar náðu mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleik en með mikilli baráttu náði Afturelding að komast yfir áður en Haukar endurheimtu forskotið fyrir hálfleik. Haukar voru allan tíman yfir í seinni hálfleik en hann rokkaðu úr þremur mörkum niður í eitt áður en Haukar náðu að sigla fram úr seint í seinn hálfleiknum og tryggja sér sigurinn. Miklu munaði um það þegar Haukar voru tveimur fleiri og Afturelding vann boltann og brunaði í hraðaupphlaup. Það varði Giedrius Morkuns og Haukar Elías Már Halldórsson svaraði með marki á móti og munurinn þrjú mörk í stað eins þegar rétt um 10 mínútur voru eftir. Þetta augnablik réð ekki úrslitum en Afturelding náði ekki að minnka muninn eftir þetta. Morkunas var mjög öflugur að vanda í marki Hauka og Adam Haukur Baumruk og Elías Már fóru mikinn í sókninni. Mikk Pikkonen lék fyrsta leik sinn fyrir Afturelding og lofar nokkuð góðu fyrir liðið þó hann hafi farið illa með mörg skot. Haukar eru á toppi deildarinnar með 32 stig. Afturelding er um miðja deild með 18 stig. Matthías: Fínt að koma díselnum í gang„Það var jafnt á öllum tölum þangað til við fórum almennilega í gang þegar korter var eftir af leiknum,“ sagði Matthías Árni Ingimarsson varnarjaxl Hauka. „Við komumst þremur yfir í fyrir hálfleik og þeir ná að jafna. Svo komum við þessu aftur í þrjú í byrjun seinni og aftur ná þeir að jafna en þegar við komum þessu í fjögur þegar korter var eftir þá náðum við að halda þeim frá okkur.“ Það var ákveðið jafnræði með liðunum þó Haukar væru yfir nánast allan leikinn enda bæði lið öflug og vel mönnuð. „Við höfum átt hörku leiki við þá í vetur og förum í einn í viðbót á sunnudaginn. Þetta var fyrsti leikur eftir landsliðshlé og liðin búin að hlaupa mikið og lyfta mikið og minna í bolta þannig að það var pínu haustbragur á þessu en það er fínt að vera byrjaður aftur og koma díselnum aðeins í gang,“ sagði Matthías en Haukar og Afturelding mætast á ný á sunnudaginn í átta liða úrslitum bikarkeppninnar. Matthías óttast ekkert þá klisju að það lið sem vinnur fyrri leikinn tapar þeim seinni þegar lið mætast svona með skömmu milli bili í deild og bikar. „Ég er búinn að lengi í þessu og spái ekki í þessu. Höllin er undir og leikurinn byrjar 0-0. Menn gefa sig alla í leikinn og ætla sér í Höllina.“ Einar Andri: Gerðum of mikið af mistökumÞað vafðist ekki fyrir Einari Andra Einarssyni þjálfara Aftureldingar hver munurinn á liðunum var í kvöld. „Það var enginn munur á liðunum nema við hefðum átt að nýta vítaköst, hraðaupphlaup, sex metra skot og spila yfirtöluna betur,“ sagði Einar Andri. „Við hefðum getað fengið aðeins betri markvörslu líka en við vorum inni í þessum leik í nánast 60 mínútur og frammistaðan var fín en þessir hlutir verða að vera í lagi á móti Haukum. „Við förum með tvö hraðaupphlaup og þrjú víti, það eru fimm mörk og það er fyrir utan önnur sex metra klikk. Með aðeins betri frammistöðu vinnum við þennan leik. Það eru auðvelt að tala um það. Haukar eru með mjög sterkt lið.“ Afturelding lék mjög frammliggjandi 5-1 vörn í leiknum sem Haukar lentu oft í vandræðum með að leysa. „Hún virkaði mjög vel. Það koma alltaf ljótar opnanir inn á milli en mér fannst við hafa ágæta stjórn á þeim. Þeir skora mikið eftir hraðaupphlaup þegar við klikkum í dauðafærum. Ég var sáttur við vörnina,“ sagði Einar sem var ekki eins sáttur við dómaranna þegar þeir ráku tvo leikmenn Aftureldingur útaf í 2 mínútur með 18 sekúndna millibili rétt eftir að þeir virtust hætta við að reka Matthías Árna Ingimarsson útaf hjá Haukum. „Dómarinn lyfti tveimur fingrum á loft og setti þá í vasann aftur. Síðan koma tvær, örugglega réttar, en veikar brottvísanir. Leikurinn er í járnum og fer svo upp í fjögur mörk en eins og ég taldi upp áðan gerðum við of mikið af mistökum til að hengja okkur í þessu. En þessir hlutir skipta máli.“ Eistinn Mikk Pikkonen lék sinn fyrsta leik fyrir Afturelding og var Einar Andri nokkuð sáttur við hans frammistöðu. „Hann má taka betri ákvarðanir og skjóta betur en það var kraftur í honum. Hann er ný kominn og við erum að læra á hann og hann á okkur. „Hann á bara eftir að verða betri þegar hann kynnist liðinu og öllu. Við vissum að við værum að taka áhættu með því að fá nýja leikmenn núna. Við erum ekki á þeim stað sem við þurfum að vera en þetta var það besta sem við höfum sýnt frá því að við byrjuðum aftur í janúar,“ sagði Einar Andri. Olís-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Haukar eru aftur einir í efsta sæti Olís deildar karla í handbolta eftir 26-22 sigur á Aftureldingu á heimavelli. Haukar voru 13-12 yfir í hálfleik. Haukar voru yfir nánast allan leikinn fyrir utan stuttan kafla seint í fyrri hálfleik. Engu að síður var mikil undirliggjandi spenna í leiknum og Afturelding aldrei langt undan. Bæði lið léku fínan varnarleik en sóknarleikurinn var á köflum ryðgaður og gerðu leikmenn beggja liða sig sem um klaufaleg mistök og það nokkuð af þeim. Haukar náðu mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleik en með mikilli baráttu náði Afturelding að komast yfir áður en Haukar endurheimtu forskotið fyrir hálfleik. Haukar voru allan tíman yfir í seinni hálfleik en hann rokkaðu úr þremur mörkum niður í eitt áður en Haukar náðu að sigla fram úr seint í seinn hálfleiknum og tryggja sér sigurinn. Miklu munaði um það þegar Haukar voru tveimur fleiri og Afturelding vann boltann og brunaði í hraðaupphlaup. Það varði Giedrius Morkuns og Haukar Elías Már Halldórsson svaraði með marki á móti og munurinn þrjú mörk í stað eins þegar rétt um 10 mínútur voru eftir. Þetta augnablik réð ekki úrslitum en Afturelding náði ekki að minnka muninn eftir þetta. Morkunas var mjög öflugur að vanda í marki Hauka og Adam Haukur Baumruk og Elías Már fóru mikinn í sókninni. Mikk Pikkonen lék fyrsta leik sinn fyrir Afturelding og lofar nokkuð góðu fyrir liðið þó hann hafi farið illa með mörg skot. Haukar eru á toppi deildarinnar með 32 stig. Afturelding er um miðja deild með 18 stig. Matthías: Fínt að koma díselnum í gang„Það var jafnt á öllum tölum þangað til við fórum almennilega í gang þegar korter var eftir af leiknum,“ sagði Matthías Árni Ingimarsson varnarjaxl Hauka. „Við komumst þremur yfir í fyrir hálfleik og þeir ná að jafna. Svo komum við þessu aftur í þrjú í byrjun seinni og aftur ná þeir að jafna en þegar við komum þessu í fjögur þegar korter var eftir þá náðum við að halda þeim frá okkur.“ Það var ákveðið jafnræði með liðunum þó Haukar væru yfir nánast allan leikinn enda bæði lið öflug og vel mönnuð. „Við höfum átt hörku leiki við þá í vetur og förum í einn í viðbót á sunnudaginn. Þetta var fyrsti leikur eftir landsliðshlé og liðin búin að hlaupa mikið og lyfta mikið og minna í bolta þannig að það var pínu haustbragur á þessu en það er fínt að vera byrjaður aftur og koma díselnum aðeins í gang,“ sagði Matthías en Haukar og Afturelding mætast á ný á sunnudaginn í átta liða úrslitum bikarkeppninnar. Matthías óttast ekkert þá klisju að það lið sem vinnur fyrri leikinn tapar þeim seinni þegar lið mætast svona með skömmu milli bili í deild og bikar. „Ég er búinn að lengi í þessu og spái ekki í þessu. Höllin er undir og leikurinn byrjar 0-0. Menn gefa sig alla í leikinn og ætla sér í Höllina.“ Einar Andri: Gerðum of mikið af mistökumÞað vafðist ekki fyrir Einari Andra Einarssyni þjálfara Aftureldingar hver munurinn á liðunum var í kvöld. „Það var enginn munur á liðunum nema við hefðum átt að nýta vítaköst, hraðaupphlaup, sex metra skot og spila yfirtöluna betur,“ sagði Einar Andri. „Við hefðum getað fengið aðeins betri markvörslu líka en við vorum inni í þessum leik í nánast 60 mínútur og frammistaðan var fín en þessir hlutir verða að vera í lagi á móti Haukum. „Við förum með tvö hraðaupphlaup og þrjú víti, það eru fimm mörk og það er fyrir utan önnur sex metra klikk. Með aðeins betri frammistöðu vinnum við þennan leik. Það eru auðvelt að tala um það. Haukar eru með mjög sterkt lið.“ Afturelding lék mjög frammliggjandi 5-1 vörn í leiknum sem Haukar lentu oft í vandræðum með að leysa. „Hún virkaði mjög vel. Það koma alltaf ljótar opnanir inn á milli en mér fannst við hafa ágæta stjórn á þeim. Þeir skora mikið eftir hraðaupphlaup þegar við klikkum í dauðafærum. Ég var sáttur við vörnina,“ sagði Einar sem var ekki eins sáttur við dómaranna þegar þeir ráku tvo leikmenn Aftureldingur útaf í 2 mínútur með 18 sekúndna millibili rétt eftir að þeir virtust hætta við að reka Matthías Árna Ingimarsson útaf hjá Haukum. „Dómarinn lyfti tveimur fingrum á loft og setti þá í vasann aftur. Síðan koma tvær, örugglega réttar, en veikar brottvísanir. Leikurinn er í járnum og fer svo upp í fjögur mörk en eins og ég taldi upp áðan gerðum við of mikið af mistökum til að hengja okkur í þessu. En þessir hlutir skipta máli.“ Eistinn Mikk Pikkonen lék sinn fyrsta leik fyrir Afturelding og var Einar Andri nokkuð sáttur við hans frammistöðu. „Hann má taka betri ákvarðanir og skjóta betur en það var kraftur í honum. Hann er ný kominn og við erum að læra á hann og hann á okkur. „Hann á bara eftir að verða betri þegar hann kynnist liðinu og öllu. Við vissum að við værum að taka áhættu með því að fá nýja leikmenn núna. Við erum ekki á þeim stað sem við þurfum að vera en þetta var það besta sem við höfum sýnt frá því að við byrjuðum aftur í janúar,“ sagði Einar Andri.
Olís-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira