Lífið

Strákarnir skammaðir í beinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Reiður hlustandi hringdi í þá Kjartan Atla og Hjörvar Hafliða í Brennslunni á FM í morgun og skammaði þá fyrir „fátækraleik“ þeirra. Ljóst er að konunni var mikið niðri fyrir og sagði ekkert fyndið við þennan leik. Fólk veldi ekki að vera fátækt.

Það væri líklega ástæðan fyrir því að hún reyndi að hlusta ekki á Brennsluna.

Hjörvar útskýrði þó í morgun að „fátækraleikurinn“ væri ekki til þess gerður til að gera grín að fátækt eða fátæku fólki. Rétt fyrir jól hefðu margir fátæktarleikir verið haldnir á samfélagsmiðlum og víðar.

Leikurinn væri til þess að gera grín að markaðsvæðingu fátæktarinnar og því þegar fólk stækkar sjálft sig á sárindum annarra.

Brennslan er á dagskrá FM957 alla virka morgna frá 7 til 10.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×