Viðskipti innlent

Olíuverðslækkun hefur lítil áhrif á flugmiðaverð

Sæunn Gísladóttir skrifar
Flug til Stokkhólms og Kaupmannahafnar lækkar áberandi í verði milli mánaða.
Flug til Stokkhólms og Kaupmannahafnar lækkar áberandi í verði milli mánaða. Vísir/Pjetur
Lægra verð á olíu virðist ekki enn hafa ratað að fullu yfir í verð á flugmiðum. Verð á olíu er nú um 33 dollarar á tunnu en var rúmlega 60 dollarar fyrir ári og um 100 fyrir tveimur árum. Á milli tímabila lækkar flugverð að meðaltali um 1.7 prósent, munurinn á því að kaupa flug núna miðað við að kaupa flug fyrir mánuði er einungis um þúsund krónur. Flugverð helst því afar stöðugt um þessar mundir. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun Dohop fyrir febrúar.

Flug til Stokkhólms og Kaupmannahafnar lækkar þó áberandi í verði milli mánaða en í báðum tilvikum er um 10 prósent lækkun á flugverði nú í byrjun árs.

Greinilegri breyting á milli ára

Þegar lengra er litið má aftur á móti sjá að nú er um 9% ódýrara að kaupa flug en á sama tíma í fyrra. Þar munar mestu á flugi til Boston eða New York, en tæpum 25.000 krónum munar á flugi til Boston miðað við sama tíma í fyrra og 15.000 krónum til New York. Sé verð á flugi til þessara borga tekið út, er eftir rúmlega 4 prósent verðlækkun.

Verð á flugi til Manchester og Amsterdam lækkar einnig mikið eða um 18 prósent í báðum tilvikum.

Lítil breyting á verði til Bandaríkjanna milli tímabila, mikið milli ára

Verð á flugi til Boston og New York helst stöðugt milli tímabila en vart er mælanleg breyting á verði á flugi til Boston. Meðalverða á flugmiða til New York hækkar um tæp 5 prósent miðað við verðið í lok árs 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×