Gengið alla leið í hömlunum Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. febrúar 2016 07:00 Viðbrögð við nýjasta áfellisdómi yfir íslenskri stjórnsýslu eru umhugsunarverð. EFTA-dómstóllinn komst að því nú í byrjun vikunnar að innflutningsbann ríkisins á fersku ófrosnu kjöti stæðist ekki ákvæði EES um frjálst flæði vöru og þjónustu á innri markaði Evrópu. Í Fréttablaðinu í gær er rætt við Vilhjálm Svansson, dýralækni á tilraunastöð Háskólans að Keldum, sem segir um sorgartíðindi að ræða fyrir þá sem beri fyrir brjósti lýð- og dýraheilsu. „Ísland er eyja og við njótum þeirrar landfræðilegu einangrunar þegar kemur að smitsjúkdómum í mönnum og dýrum,“ segir hann. Einangrunin sé auðlind sem spillt sé með því að leyfa innflutning á fersku kjöti. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, tók málið upp í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær og sagði það valda sér áhyggjum. „Samkvæmt áliti dómstólsins kveður EES-samningurinn á um að aðildarríkjum hans beri að leyfa innflutning á fersku kjöti svo framarlega sem það hefur staðist heilbrigðiseftirlit í heimalandinu. Ekki sé heimilt að gera þá kröfu að afurðirnar verði frystar eins og íslensk stjórnvöld hafa alltaf krafist,“ sagði hún. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokks og landbúnaðarráðherra, sagði í blaðinu í gær líka viss vonbrigði að EFTA-dómstóllinn hefði ekki skilning á þeim sjónarmiðum sem hér hefði verið lögð áhersla á. Líklega er það vegna þess að þessi sjónarmið halda engu vatni og virðast augljós fyrirsláttur til þess eins að vernda innlenda framleiðslu fyrir erlendri samkeppni. Um er að ræða samninga sem ritað hefur verið undir án þess að tilraun hafi verið gerð til að fá undanþágu á þeim heilbrigðisforsendum sem notaðar eru þegar lagður er steinn í götu innflutnings. Þá má rifja upp mat yfirdýralæknis frá 2008 um að meiri hætta væri á að hingað bærust framandi dýrasjúkdómar með fólki en með löglega innfluttu kjöti. Sé mönnum hins vegar alvara um þá miklu hættu sem stafi af sjúkdómum í útlöndum sem ekki hafi náð hingað þá hlýtur að liggja beinast við að segja okkur þegar frá samningum sem kveða á um að heimila beri innflutning á móti aðgangi sem innlendir framleiðendur fá að mörkuðum í útlöndum. Þeir verða bara að selja sinn varning hér heima. Þá hljótum við um leið að grípa til tafarlausra ráðstafana til að tryggja að sá straumur ferðafólks sem hingað kemur úr öllum heimshornum beri ekki með sér sjúkdóma og óáran sem ógnað gæti viðkvæmri íslenskri náttúru; kannski sótthreinsiferli fyrir fólkið sjálft, skótau, fatnað og annan farangur? Valkosturinn, sem hugsanlega er skynsamlegri, er að standa við gerða samninga og treysta þeim kröfum sem gerðar eru til heilnæmis landbúnaðarafurða í löndum Evrópusambandsins, sem vel að merkja eru sömu kröfur og gerðar eru hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Tengdar fréttir Innflutningsbann á fersku kjöti stenst ekki EES samninginn EFTA dómstólinn hefur skilað ráðgefandi áliti í máli Ferskra kjötvara gegn ríkinu. 1. febrúar 2016 12:11 Mögulegar breytingar á framboði og verði kjötvara EFTA-dómstóllinn telur innflutningsbann á fersku kjöti hingað til lands ganga gegn EES-samningnum um frjálst flæði vöru og þjónustu á innri markaði Evrópu. Verði bannið afnumið gæti það þýtt verulegar breytingar á framboði og verði kjötvara hér á landi. 1. febrúar 2016 20:00 EES álit: „Sorgartíðindi fyrir lýð- og dýraheilsu“ Ráðgefandi álit EFTA dómstólsins telur íslensk stjörnvöld þurfa að leyfa innflutning á fersku kjöti. Dýralæknir tilraunastöðvar að Keldum segir þetta sorgartíðindi. Staða smitsjúkdóma íslenskra búfjárstofna sé betri hér en erle 2. febrúar 2016 07:00 Innflutningur á ferskum kjötvörum auki hættu á sýklalyfjaónæmi Yfirlæknir sýklafræðideildar Landspítalans segir það mikið áhyggjuefni verði innflutningur á ferskum kjötvörum leyfður hingað til lands. Það muni auka líkur á því að sýklalyfjaónæmi berist til landsins. 2. febrúar 2016 20:15 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Viðbrögð við nýjasta áfellisdómi yfir íslenskri stjórnsýslu eru umhugsunarverð. EFTA-dómstóllinn komst að því nú í byrjun vikunnar að innflutningsbann ríkisins á fersku ófrosnu kjöti stæðist ekki ákvæði EES um frjálst flæði vöru og þjónustu á innri markaði Evrópu. Í Fréttablaðinu í gær er rætt við Vilhjálm Svansson, dýralækni á tilraunastöð Háskólans að Keldum, sem segir um sorgartíðindi að ræða fyrir þá sem beri fyrir brjósti lýð- og dýraheilsu. „Ísland er eyja og við njótum þeirrar landfræðilegu einangrunar þegar kemur að smitsjúkdómum í mönnum og dýrum,“ segir hann. Einangrunin sé auðlind sem spillt sé með því að leyfa innflutning á fersku kjöti. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, tók málið upp í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær og sagði það valda sér áhyggjum. „Samkvæmt áliti dómstólsins kveður EES-samningurinn á um að aðildarríkjum hans beri að leyfa innflutning á fersku kjöti svo framarlega sem það hefur staðist heilbrigðiseftirlit í heimalandinu. Ekki sé heimilt að gera þá kröfu að afurðirnar verði frystar eins og íslensk stjórnvöld hafa alltaf krafist,“ sagði hún. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokks og landbúnaðarráðherra, sagði í blaðinu í gær líka viss vonbrigði að EFTA-dómstóllinn hefði ekki skilning á þeim sjónarmiðum sem hér hefði verið lögð áhersla á. Líklega er það vegna þess að þessi sjónarmið halda engu vatni og virðast augljós fyrirsláttur til þess eins að vernda innlenda framleiðslu fyrir erlendri samkeppni. Um er að ræða samninga sem ritað hefur verið undir án þess að tilraun hafi verið gerð til að fá undanþágu á þeim heilbrigðisforsendum sem notaðar eru þegar lagður er steinn í götu innflutnings. Þá má rifja upp mat yfirdýralæknis frá 2008 um að meiri hætta væri á að hingað bærust framandi dýrasjúkdómar með fólki en með löglega innfluttu kjöti. Sé mönnum hins vegar alvara um þá miklu hættu sem stafi af sjúkdómum í útlöndum sem ekki hafi náð hingað þá hlýtur að liggja beinast við að segja okkur þegar frá samningum sem kveða á um að heimila beri innflutning á móti aðgangi sem innlendir framleiðendur fá að mörkuðum í útlöndum. Þeir verða bara að selja sinn varning hér heima. Þá hljótum við um leið að grípa til tafarlausra ráðstafana til að tryggja að sá straumur ferðafólks sem hingað kemur úr öllum heimshornum beri ekki með sér sjúkdóma og óáran sem ógnað gæti viðkvæmri íslenskri náttúru; kannski sótthreinsiferli fyrir fólkið sjálft, skótau, fatnað og annan farangur? Valkosturinn, sem hugsanlega er skynsamlegri, er að standa við gerða samninga og treysta þeim kröfum sem gerðar eru til heilnæmis landbúnaðarafurða í löndum Evrópusambandsins, sem vel að merkja eru sömu kröfur og gerðar eru hér.
Innflutningsbann á fersku kjöti stenst ekki EES samninginn EFTA dómstólinn hefur skilað ráðgefandi áliti í máli Ferskra kjötvara gegn ríkinu. 1. febrúar 2016 12:11
Mögulegar breytingar á framboði og verði kjötvara EFTA-dómstóllinn telur innflutningsbann á fersku kjöti hingað til lands ganga gegn EES-samningnum um frjálst flæði vöru og þjónustu á innri markaði Evrópu. Verði bannið afnumið gæti það þýtt verulegar breytingar á framboði og verði kjötvara hér á landi. 1. febrúar 2016 20:00
EES álit: „Sorgartíðindi fyrir lýð- og dýraheilsu“ Ráðgefandi álit EFTA dómstólsins telur íslensk stjörnvöld þurfa að leyfa innflutning á fersku kjöti. Dýralæknir tilraunastöðvar að Keldum segir þetta sorgartíðindi. Staða smitsjúkdóma íslenskra búfjárstofna sé betri hér en erle 2. febrúar 2016 07:00
Innflutningur á ferskum kjötvörum auki hættu á sýklalyfjaónæmi Yfirlæknir sýklafræðideildar Landspítalans segir það mikið áhyggjuefni verði innflutningur á ferskum kjötvörum leyfður hingað til lands. Það muni auka líkur á því að sýklalyfjaónæmi berist til landsins. 2. febrúar 2016 20:15
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun