Páll Óskar syngur um Gleðibanka-syndrome íslensku þjóðarinnar Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 2. febrúar 2016 12:00 Páll Óskar var valinn söngvari ársins á Hlustendaverðlaununum sem afhent voru í Háskólabíói um síðastliðna helgi. Vísir/Daníel Þór Ágústsson. „Það er búið að vera miklir hasar í gangi síðustu vikur, en lagið fjallar um þátttöku Íslendinga í Eurovision. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir einn af framkvæmdastjórum keppninnar hringdi í mig fyrir rúmum tveimur vikum síðan og vantaði afmælislag í tilefni af 30 ára þátttöku Íslands í keppninni. Það má segja að ég hafi fengið hugmyndina meðan ég talaði við Ragnhildi í símanum,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, einn alvinsælasti söngvari þjóðarinnar, sem var að senda frá sér lagið „Við vinnum þetta fyrirfram“. „Ég átti til lag sem ég var búin að geyma ofan í skúffu í rúm tvö ár, lag sem ég vissi ekki alveg hvað ég ætlaði að gera við. En þegar Ragnhildur kom með þá skýringu að þetta væri ekki eurovisionlag heldur um Eurovision þá kom hugmyndin,“ útskýrir hann alsæll. Páll Óskar kemur til með að frumflytja lagið á sviðinu í Háskólabíói næstkomandi laugardag, en þá fer fyrra undanúrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fram. „Lagið fjallar um okkur Íslendinga í Eurovision og viðbrögð þjóðarsálarinnar við keppninni. Gleðibanka syndrome-ið svokallaða sem við höfum haft í gegnum tíðina, þar sem við erum alltaf svo bjartsýn og förum fljótt að hugsa um hvar við getum haldið keppnina. En auðvitað er betra að við séum að sýna þessi viðbrögð heldur en að senda keppanda út með hálfvolgum viðbrögðum þjóðarinnar. Við vinnum þetta fyrirfram er frábært lag fyrir okkur hérna heima og okkar eigin þjóðarsál,“ segir Páll Óskar, aðspurður um inntak lagsins. Í ljósi þess hve tímaramminn var þröngur fékk Páll Óskar þá Braga Valdimar Skúlason og Sigurð Sigtryggsson til að aðstoða sig við að klára lagið. „Já ég hafði samband við Braga Valdimar og hann dró textann að landi og betrumbætti af sinni rómuðu snilld. Demóið af laginu gerði Little Boots fyrir tveimur árum. Svo sáum við Siggi Sigtryggsson um að endurútsetja lagið og hljóðrita upp á nýtt. Ég er hæst ánægður með þetta lag. Það hefur gengið vel að vinna það síðustu vikur og ég er meira að segja búinn að taka upp myndband við lagið,“ segir Páll Óskar ánægður með útkomuna. Margt hefur drifið á daga popparans sívinsæla undanfarnar vikur, en auk þess að semja nýtt lag, þá var hann valinn söngvari ársins á Hlustendaverðlaununum sem fram fóru í Háskólabíói um síðastliðna helgi. Verðlaunin eru uppskeruhátíð íslenskra tónlistarmanna, þar sem hlustendur Bylgjunnar, FM 957 og X977 velja hverjir þóttu standa sig best á liðnu ári. „Það var mjög óvænt, mig grunaði ekki að ég yrði valinn úr þessum flotta hópi söngvara sem voru tilnefndir svo ég er alveg innilega þakklátur. Þetta var frábært kvöld og vel að þessu staðið. Þessi hlutsenda netkosning er nauðsynlegt mótvægi við íslensku tónlistarverðlaunin sem óneytanlega hefur aðrar áherslur. Þetta sýnir að það er pláss fyrir alla í bransanum þar sem allir fá sinn stökkball til að njóta sín, skapa sína list og koma henni á framfæri,“ segir Páll Óskar að lokum. Eurovision Tengdar fréttir Páll Óskar frumsýnir nýtt 30 ára afmælislag söngvakeppninnar Páll Óskar Hjálmtýsson, var rétt í þessu að deila glænýju lagi sem ber nafnið Vinnum þetta fyrirfram. Um er að ræða 30 ára afmælislag söngvakeppni sjónvarpsins. 1. febrúar 2016 12:30 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
„Það er búið að vera miklir hasar í gangi síðustu vikur, en lagið fjallar um þátttöku Íslendinga í Eurovision. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir einn af framkvæmdastjórum keppninnar hringdi í mig fyrir rúmum tveimur vikum síðan og vantaði afmælislag í tilefni af 30 ára þátttöku Íslands í keppninni. Það má segja að ég hafi fengið hugmyndina meðan ég talaði við Ragnhildi í símanum,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, einn alvinsælasti söngvari þjóðarinnar, sem var að senda frá sér lagið „Við vinnum þetta fyrirfram“. „Ég átti til lag sem ég var búin að geyma ofan í skúffu í rúm tvö ár, lag sem ég vissi ekki alveg hvað ég ætlaði að gera við. En þegar Ragnhildur kom með þá skýringu að þetta væri ekki eurovisionlag heldur um Eurovision þá kom hugmyndin,“ útskýrir hann alsæll. Páll Óskar kemur til með að frumflytja lagið á sviðinu í Háskólabíói næstkomandi laugardag, en þá fer fyrra undanúrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fram. „Lagið fjallar um okkur Íslendinga í Eurovision og viðbrögð þjóðarsálarinnar við keppninni. Gleðibanka syndrome-ið svokallaða sem við höfum haft í gegnum tíðina, þar sem við erum alltaf svo bjartsýn og förum fljótt að hugsa um hvar við getum haldið keppnina. En auðvitað er betra að við séum að sýna þessi viðbrögð heldur en að senda keppanda út með hálfvolgum viðbrögðum þjóðarinnar. Við vinnum þetta fyrirfram er frábært lag fyrir okkur hérna heima og okkar eigin þjóðarsál,“ segir Páll Óskar, aðspurður um inntak lagsins. Í ljósi þess hve tímaramminn var þröngur fékk Páll Óskar þá Braga Valdimar Skúlason og Sigurð Sigtryggsson til að aðstoða sig við að klára lagið. „Já ég hafði samband við Braga Valdimar og hann dró textann að landi og betrumbætti af sinni rómuðu snilld. Demóið af laginu gerði Little Boots fyrir tveimur árum. Svo sáum við Siggi Sigtryggsson um að endurútsetja lagið og hljóðrita upp á nýtt. Ég er hæst ánægður með þetta lag. Það hefur gengið vel að vinna það síðustu vikur og ég er meira að segja búinn að taka upp myndband við lagið,“ segir Páll Óskar ánægður með útkomuna. Margt hefur drifið á daga popparans sívinsæla undanfarnar vikur, en auk þess að semja nýtt lag, þá var hann valinn söngvari ársins á Hlustendaverðlaununum sem fram fóru í Háskólabíói um síðastliðna helgi. Verðlaunin eru uppskeruhátíð íslenskra tónlistarmanna, þar sem hlustendur Bylgjunnar, FM 957 og X977 velja hverjir þóttu standa sig best á liðnu ári. „Það var mjög óvænt, mig grunaði ekki að ég yrði valinn úr þessum flotta hópi söngvara sem voru tilnefndir svo ég er alveg innilega þakklátur. Þetta var frábært kvöld og vel að þessu staðið. Þessi hlutsenda netkosning er nauðsynlegt mótvægi við íslensku tónlistarverðlaunin sem óneytanlega hefur aðrar áherslur. Þetta sýnir að það er pláss fyrir alla í bransanum þar sem allir fá sinn stökkball til að njóta sín, skapa sína list og koma henni á framfæri,“ segir Páll Óskar að lokum.
Eurovision Tengdar fréttir Páll Óskar frumsýnir nýtt 30 ára afmælislag söngvakeppninnar Páll Óskar Hjálmtýsson, var rétt í þessu að deila glænýju lagi sem ber nafnið Vinnum þetta fyrirfram. Um er að ræða 30 ára afmælislag söngvakeppni sjónvarpsins. 1. febrúar 2016 12:30 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Páll Óskar frumsýnir nýtt 30 ára afmælislag söngvakeppninnar Páll Óskar Hjálmtýsson, var rétt í þessu að deila glænýju lagi sem ber nafnið Vinnum þetta fyrirfram. Um er að ræða 30 ára afmælislag söngvakeppni sjónvarpsins. 1. febrúar 2016 12:30