Dagur Sigurðsson stýrði yngsta landsliði EM-sögunnar til gullverðlauna í Póllandi í gær þegar strákarnir hans pökkuðu Spáni saman, 24-17, í ótrúlegum úrslitaleik.
Sjá einnig:Fullkomið Dagsverk
Eftir leikinn og afrekið, sem í greininni er kallað „Kraftaverkið í Kraká“, lagði þýska liðið undir sig kjallarann á veitingastaðnum La Grande Mamma og skemmti sér fram á nótt.
„Dagur Sigurðsson lyfti gyllta verðlaunaskildinum upp fyrir haus og öskraði af gleði: „Sja la la la la“ Vanalega er Íslendingurinn mjög rólegur,“ segir í greininni.
Bis morgen in der Max-Schmeling-Halle - ab 14.30 Uhr geht die #ehfeuro2016-Party mit euch weiter!!! @FuechseBerlinpic.twitter.com/TUy8cYUSZq
— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) January 31, 2016
„Það má bera þetta saman við Evróputitla Dana og Grikkja í fótbolta 1992 og 2004. Svo magnað var afrek þýska liðsins,“ segir í greininni.
Sjá einnig:Dagur, kunna Íslendingar að fagna?
Markvörðurinn Andreas Wolff var í miklu stuði eftir sigurinn sem og í leiknum sjálfum, en hann varði tæplega 50 prósent skotanna sem hann fékk á sig í úrslitaleiknum.
„Við komum inn í þetta mót sem lið og í góðu formi. Þó margir efuðust gerðum við það aldrei. Við vissum að við yrðum Evrópumeistarar,“ sagði Andreas Wolff.
Sigurhátíð fyrir þýska liðið verður á gamla heimavelli Dag Sigurðssonar í Max-Schmelling Höllinni í Berlín klukkan 13.30 í dag.