Körfubolti

Sigrún Sjöfn nær stórum áfanga gegn Portúgal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigrún Sjöfn leikur sinn 20. landsleik á vegum FIBA á morgun.
Sigrún Sjöfn leikur sinn 20. landsleik á vegum FIBA á morgun. vísir/ernir
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir leikur sinn 20. leik fyrir A-landslið Íslands í keppnum á vegum FIBA þegar Ísland mætir Portúgal á morgun í undankeppni EM 2017. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Sigrún verður aðeins níunda íslenska konan sem nær þessum áfanga en hér eru bæði taldir með leikir í undankeppni EM sem og leikir í Evrópukeppni smáþjóða.

Anna María Sveinsdóttir og Hildur Sigurðardóttir eiga metið en þær léku báðar 29 FIBA-landsleiki á sínum tíma.

Helena Sverrisdóttir er hæst meðal núverandi leikmanna Íslands en hún spilar sinn 23. FIBA-landsleik á móti Portúgal.    

Sjá einnig: Í hverju spila stelpurnar?

Sigrún fer upp fyrir tvær konur sem stoppuðu í 19 FIBA-landsleikjum en það eru Keflvíkingarnir Kristín Blöndal og Erla Þorsteinsdóttir.

Sigrún ætti síðan að komast upp fyrir tvær til viðbótar í leiknum á móti Ungverjalandi á miðvikudaginn en Linda Stefánsdóttir og Kristrún Sigurjónsdóttir eru báðar með 20 FIBA-landsleiki fyrir íslenska kvennalandsliðið.

Flestir FIBA-leikir með íslenska kvennalandsliðinu:

Anna María Sveinsdóttir · 29

Hildur Sigurðardóttir · 29

Birna Valgarðsdóttir · 27

Signý Hermannsdóttir · 25

Guðbjörg Norðfjörð · 24

Helena Sverrisdóttir · 22

Linda Stefánsdóttir · 20

Kristrún Sigurjónsdóttir · 20

Kristín Blöndal · 19

Erla Þorsteinsdóttir · 19

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · 19

Pálína Gunnlaugsdóttir · 17

Bryndís Guðmundsdóttir  · 16

Ragna Margrét Brynjarsdóttir · 16

Erla Reynisdóttir · 15

Anna Dís Sveinbjörnsdóttir · 15

Hanna B. Kjartansdóttir · 15

Alda Leif Jónsdóttir · 15

Helga Þorvaldsdóttir · 14

María Ben Erlingsdóttir · 14




Fleiri fréttir

Sjá meira


×