Heppinn aðdáandi náði mynd af sér með Ed Sheeran á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 18. febrúar 2016 10:41 Sheeran skellti í sig steikarsamloku í gær. vísir/getty/gamlafjósið Enski tónlistarmaðurinn geðþekki, Ed Sheeran, er staddur á Íslandi og fagnaði afmælisdegi sínum í Gamla Fjósinu undir Eyjafjöllum í gær. Sheeran skellti í sig steikarsamloku en hann var á ferð með kærustunni sinni og var honum færð afmæliskaka frá starfsmanni staðarins í tilefni dagsins. „Svo fréttum við að hann ætti afmæli þannig að við gáfum honum afmælisköku og óskuðum honum til hamingju með daginn,“ segir Karlotta Laufey, starfsmaður Gamla fjóssins, í samtali við Fréttablaðið í dag. Hún segir þó starfsfólkið einungis hafa áttað sig á því að poppstjarnan var á svæðinu fyrir tilstilli annars gests í salnum. „Við föttuðum ekkert hver þetta var fyrr en það var einn kúnni sem tók mynd af sér með honum. Þá litum við betur framan í hann og föttuðum hver hann var,“ segir hún glöð í bragði. Hér að neðan má sjá Facebookfærslu frá Gamla Fjósinu þar sem sjá má dyggan aðdáanda og Sheeran í Gamla Fjósinu. Það er spurning hvort þetta sé sami kúnni og Karlotta talar um. Yitzchak Luster, heitir þessi aðdáandi og er hann frá Bandaríkjunum. Þeir félagarnir voru flottir saman á staðnum í gær. Einstaklega ljúfur og kurteis í framkomu.. Takk fyri komun í Gamla fjósið Ed Sheeran og Yitzchak Luster....!!!Posted by Gamla fjósið - Old Cowhouse on 17. febrúar 2016Ed Sheeran varð 25 ára í gær. Samkvæmt árslista Facebook árið 2015 var Sheeran heitasti skemmtikrafturinn í heiminum. Hann var staddur í L.A. á mánudagskvöldið þar sem Grammy verðlaunin fóru fram. Þar fékk hann tvenn verðlaun, fyrir besta lag ársins og sem besti sólópopparinn. Á Twitter kemur fram að Sheeran hafi meðal annars sést í Bláa lóninu fyrr í gær. Sheeran var í þætti Jimmy Kimmel á dögunum og las þar upp ógeðsleg tíst sem hafa verið skrifuð um hann. Það atriði má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Ed Sheeran fagnar 25 ára afmælinu á Íslandi í dag Fékk sér steikarsamloku á Gamla fjósinu á Hvolsvelli. Starfsfólkið gaf honum köku í tilefni dagsins. 17. febrúar 2016 16:10 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
Enski tónlistarmaðurinn geðþekki, Ed Sheeran, er staddur á Íslandi og fagnaði afmælisdegi sínum í Gamla Fjósinu undir Eyjafjöllum í gær. Sheeran skellti í sig steikarsamloku en hann var á ferð með kærustunni sinni og var honum færð afmæliskaka frá starfsmanni staðarins í tilefni dagsins. „Svo fréttum við að hann ætti afmæli þannig að við gáfum honum afmælisköku og óskuðum honum til hamingju með daginn,“ segir Karlotta Laufey, starfsmaður Gamla fjóssins, í samtali við Fréttablaðið í dag. Hún segir þó starfsfólkið einungis hafa áttað sig á því að poppstjarnan var á svæðinu fyrir tilstilli annars gests í salnum. „Við föttuðum ekkert hver þetta var fyrr en það var einn kúnni sem tók mynd af sér með honum. Þá litum við betur framan í hann og föttuðum hver hann var,“ segir hún glöð í bragði. Hér að neðan má sjá Facebookfærslu frá Gamla Fjósinu þar sem sjá má dyggan aðdáanda og Sheeran í Gamla Fjósinu. Það er spurning hvort þetta sé sami kúnni og Karlotta talar um. Yitzchak Luster, heitir þessi aðdáandi og er hann frá Bandaríkjunum. Þeir félagarnir voru flottir saman á staðnum í gær. Einstaklega ljúfur og kurteis í framkomu.. Takk fyri komun í Gamla fjósið Ed Sheeran og Yitzchak Luster....!!!Posted by Gamla fjósið - Old Cowhouse on 17. febrúar 2016Ed Sheeran varð 25 ára í gær. Samkvæmt árslista Facebook árið 2015 var Sheeran heitasti skemmtikrafturinn í heiminum. Hann var staddur í L.A. á mánudagskvöldið þar sem Grammy verðlaunin fóru fram. Þar fékk hann tvenn verðlaun, fyrir besta lag ársins og sem besti sólópopparinn. Á Twitter kemur fram að Sheeran hafi meðal annars sést í Bláa lóninu fyrr í gær. Sheeran var í þætti Jimmy Kimmel á dögunum og las þar upp ógeðsleg tíst sem hafa verið skrifuð um hann. Það atriði má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Ed Sheeran fagnar 25 ára afmælinu á Íslandi í dag Fékk sér steikarsamloku á Gamla fjósinu á Hvolsvelli. Starfsfólkið gaf honum köku í tilefni dagsins. 17. febrúar 2016 16:10 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
Ed Sheeran fagnar 25 ára afmælinu á Íslandi í dag Fékk sér steikarsamloku á Gamla fjósinu á Hvolsvelli. Starfsfólkið gaf honum köku í tilefni dagsins. 17. febrúar 2016 16:10